Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 79

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 79
77 DJ DODDI MIX - æskan, ferillinn og draumarnir Þorsteinn Marínó Egilsson eða DJ Doddi Mix eins og hann er betur þekktur er fæddur og uppalinn á Akureyri, á Eyrinni, enda mikill Eyrarpúki. Þorsteinn Marínó fæddist þann 2 júní 1987 sem gerir hann 29 ára á þessu ári. Doddi hefur svo sannarlega gert garðinn frægann hér í Eyjafirði sem plötusnúður. Meðfram plötusnúðaferlinum starfar Doddi í Hlíðarfjalli á veturna en á sumrin sér hann um að slá gras bæjarins. Lengi vel sat Doddi á skólabekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri og fílaði sig einstaklega vel. Doddi náði þó aldrei að klára námið að sökum skorts á tíma en hann á ekki nema 10 einingar eftir. Doddi var mjög virkur í félagslífinu og var meðal annars sviðsmaður þegar VMA setti á laggirnar söngleikinn Jesus Christ Superstar. Doddi tók einnig þátt í söngkeppni VMA eitt árið en segir það meira hafa verið uppá grín. ,,Ég veit alveg að ég er rammfalskur” segir Doddi en honum er mjög minnistætt þegar hann komst að því fyrst. Hann var þá í 9.bekk, fullur vonar um sönghæfileika sína og hugðist taka þátt í söngkeppni skólans með Rammstein lagið Sonne. Hann var í rólegheitum að æfa sig inn í herbergi þegar mamma hans kom að honum. ,,Hún sagði mér að ég væri eins og breimandi köttur” Doddi lét það þó ekki á sig fá. ,,Ég tók samt þátt þó að mömmu þætti söngröddin mín hræðileg. Ég setti gerviblóð uppí mig og þóttist æla blóði. Mér var sama hvort fólk var að hlæja eða ekki þetta var bara visst skemmtanagildi. Það var þá sem ég fann hvað mig langaði að troða upp” Doddi segir það hafa hjálpað sér mikið í DJ bransanum að hafa áður verið á sviði og gert allt vitlaust. ,,Ég ákvað að það að vera plötusnúður, frekar en söngvari, væri meira fyrir mig. Sviðsframkoman hefur samt nýst mér. Þetta helst allt í hendur. Ég er alltaf hoppandi með liðinu þegar ég er að DJ’ast” Doddi Mix var aðeins 7 ára gamall farinn að sýna plötusnúða starfinu áhuga. „Ég byrjaði að fikta við tónlist og safna mér tónlist. Ég var alltaf í tónlistardeildinni í gamla Bókval 9 ára gamall. Þar á bakvið borðið var dj mixer og tveir geislaspilarar. Ég eyddi heilu dögunum að hlusta á tónlist, kom beint eftir skóla og var til lokunar. Þar lærði ég mikið um tónlistina.” Það var fleira í æskunni sem átti stóran þátt í að skapa plötusnúðs ímyndina en það eru ekki endilega allir sem þekkja söguna af listamannsnafninu Doddi Mix. „Þegar ég var 8 ára æfði ég fótbolta með Þór. Ég kom alltaf með mix á æfingar, strákarnir fóru að kalla mig Dodda Mix og það bara festist.” Þegar Þorsteinn var 12 ára fór hann á plötusnúða námskeið og varð það í raun upphaf ferilsins. Hann byrjaði, 12 ára að aldri, að spila á grunnskólaböllum. Með tímanum þróaðist hann og breyttist í bransanum. „18 ára byrja ég að vinna sem tæknimaður í Sjallanum. Þar kynntist ég mörgum stærstu poppstjörnum Íslands. Ég tengdist Sjallanum emotional rótum þarna. Fyrsta giggið mitt þar var að dj-a á dátanum. Paparnir voru að spila í Sjallanum þetta kvöld og ég spyr vin minn sem er að vinna þarna hvort það vanti plötusnúð á efrihæðina. Hann sagði já. Og ég bara sló til”. Síðan þá hefur Doddi spilað heilmikið í Sjallanum en nú síðast hélt hann ball þar árið 2014 með 12:00. ,,Það var mjög gaman að 12:00 strákunum þegar Nökkvi og þeir voru í bandinu” segir Doddi en hann sannfærði strákana í 12:00 um að koma norður og fylltu þeir í sameiningu Sjallann. Umsjón: Karólína Rós Ólafsdóttir og Lovísa H Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.