Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 81

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 81
79 Það sem fáir vita er að Doddi Mix er um þessar mundir að vinna að nýjum sumarhittara með vonarstjörnunni Hlyn Icefit sem skaust heldur betur hratt uppá stjörnuhimininn þegar hann gerði sína eigin íslensku útgáfu af laginu Dare með Shakiru í desember í hittifyrra. ,,Lagið er klárt. Það á eftir að vinna grunnbeatið reyndar en lagið kemur út í júní” En þetta er ekki allt! Doddi er líka að vinna að sinni fyrstu plötu sem hann áætlar að komi út 2017. ,,Ég er búin að vera með þetta efni svolítið í felum. Ég hef aldrei spilað mín eigin lög opinberlega”. Doddi segist ekki vera komin með nafn á plötuna en í sumar ætlar hann að fara til Ibiza og leita að innblæstri. ,,Ég er að fara að upplifa það sem allir dj-ar vilja. Ég er að fara að sjá nöfn sem ég hefði aldrei geta ímyndað mér að ég fengi að sjá”. Doddi hyggst koma heim frá Ibiza fullur inblásturs eftir reynsluríka ferð. ,,Ég ætla samt ekki að gefa plötuna út undir mínu eigin nafni. Ég ætla að finna mér eitthvað leyninafn” En það væri þá ekki í fyrsta sinn sem Doddi kemur fram undir leyninafni. ,,Ég hef giggað nokkrum sinnum undir nafninu Dj Bunny en það er eiginlega mitt svona halloween partý nafn. Það fattaði enginn hver ég var enda spilaði ég allt öðruvísi tónlist” Þorsteinn segir það vera fínt að geta komið fram undir öðru nafni og þá spilað aðra tónlist. Doddi Mix og Dj Bunny hafa til dæmis ekki sömu aðdáendur því stemmingin og tónlistin er öðruvísi. Doddi segir það vera pínu eins og alter ego að vera með listamannanafn, hvað þá mörg. Hann segir Dodda Mix ekki vera þann sama og Þorsteinn Marínó. ,,Ég er aldrei kallaður Doddi Mix af vinum og fjölskyldu” segir Þorsteinn en hann kemur sér í allt öðruvísi gír þegar hann er Doddi Mix. ,,Pro dj peysan mín er í uppáhaldi. Er mikið í henni þegar ég er að gigga” segir Doddi og bætir við að hann sé alltaf mættur klukkutíma fyrir gigg til að sötra kaffi. „Ég hef nú líka spilað í skuggapartýi, það var 2013. Það var æðisleg stemming síðast! Annars spila ég mest á Amour - spila þar aðra hvora helgi. Það er uppáhalds staðurinn minn til að gigga.” Doddi ætlar sér auðvitað ekki að hætta að spila á Amour en hann á sér aðra ólíka drauma. „Sko mig langar alveg rosalega mikið að halda gigg í náttúrunni, á túni eða inn í firði í rólegheitunum. Ekki beint tónlistarhátíð en fá nokkra saman og halda tónlistarveislu. Sé þetta fyrir mér upp í Öxnadal eða upp við Hólavatn. Já svið í náttúrunni er klárlega draumurinn. Þar myndi ég vilja spila mitt efni og annarra efni með. Hugsanlega myndi ég spila með Prodigy og Tiesto. Páll Óskar væri síðan drauma meðgiggari.” Páll Óskar er mikill innblástur fyrir Dodda og fyrirmynd. „Ég kynntist honum 2004 og er búinn að þekkja hann síðan og sjá hann rísa sem stjörnu. Að fara á ball með mér er svipað og að fara á ball með Palla” Þetta segir Doddi en hann hefur oft hitað upp fyrir Pál Óskar. Auk þess trúir Þorsteinn okkur fyrir því að hann detti oft í Palla gírinn og geti hlustað á lögin hans nær endalaust. Doddi hefur farið víða en aðspurður segir hann að hann myndi ekki neita að spila á neinum stað. Hans markmið er að ná að spila á sem flestum stöðum enda hefur hann farið um allt Ísland. Einu sinni spilaði Doddi á þremur böllum sama kvöldið en vinsældir hans hafa færst í aukana! „Já fólk hefur alveg beðið um að taka myndir, jafnvel útá götu og ég hef líka gefið eiginhandaáritanir í skíðalyftunum uppí fjalli.” Hér fyrir neðan er eiginhandaáritun Dodda Mix svo hægt sé að klippa hana út og eiga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.