Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 25

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 25
23 Flestir sem þekkja mig vita líklegast að mér finnst ekkert skemmtilegra en að ferðast á nýja og framandi staði. Ég kýs oftast að ferðast einn, enda gefur það manni endalaust frelsi. Fyrir um það bil tveim árum fór ég í fyrsta skipti einn út fyrir Evrópu. Ég man ennþá eftir hræðslunni og spennunni þegar ég steig upp í flugvélina, vitandi að eftir sólarhring væri ég í nýju framandi landi þar sem ég þekkti engan. Þegar ég lenti í Nairobi, höfuðborg Kenía, tók menningarsjokkið við. Allt þarna var frábrugðið því sem ég var vanur, hvort sem það var fólkið, lyktin, landslagið eða maturinn. Með tímanum byrjaði ég að venjast landinu og leið ekki á löngu þangað til ég byrjaði að elska það. Það var sárt að kveðja landið eftir sjö lærdómsríkar vikur en fattaði ég þegar ég kom heim að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að gera aftur. Síðan þá hef ég verið heltekinn af því ferðast og nýti hvert einasta tækifæri til að fara til útlanda. Eftir að ég byrjaði að ferðast mikið er ein spurning sem ég fæ marg oft. Hvernig hefuru eiginlega efni á þessu? Ég vil þá stöðugt minna fólk á þá staðreynd að maður þarf ekki að vera ríkur til að ferðast. Ef þú hefur virkilega áhuga á því að ferðast þá seturu það í forgang. Ég eyði ekki miklum peningum í föt eða í nýjan síma, heldur spara ég og nýt svo peninginn í það sem ég hef virkilega áhuga á Hérna koma nokkrar leiðir sem ég hef nýtt mér til að spara pening á ferðalögum mínum. Notaðu flugleitarvélar - Síður eins og dohop.is og momondo. com til dæmis. Þær leita af fluginu þínu á vefjum óteljanda flugfélaga og gefa þér upp ódýrasta kostin. Oft getur verið sniðugt að nýta sér lággjalda flugfélög eins og EasyJet og millilenda á ódýrum flugvöllum. Notaðu Couchsurfing - Ókeypis gisting heima hjá fólki út um allan heim. Stundum færðu þitt eigin herbergi, stundum sófa, stundum dýnu, en það er alltaf frítt! Bæði góð leið til að kynnast nýju fólki og fá fría gistingu. Ef couchsurfing hentar þér ekki eru hostel næst ódýrasti kosturinn. Gisting í koju í herbergi með öðru fólki. Einnig bjóða hostel oft upp á ókeypis afþreyingu, t.d. skoðunartúra og pöbbarölt. Annar möguleiki er að vinna fyrir frírri gistingu og mat. Síður sem bjóða upp á það eru t.d. workaway.com og wwoof.net. Eldaðu þinn eigin mat - Besta leiðin til að spara á meðan þú ferðast er að elda þinn eigin mat. Ef þú notar couchsurfing er gestgjafinn líklegast með eldhús sem má nota. Eins með flest öll hostel, tjaldsvæði og jafnvel sum gistiheimili. Einnig er sniðugt að vera alltaf með nestisbox og hnífapör í töskunni. Þá er einfaldlega hægt að stökkva inn í næstu matvöruverslun og smyrja sitt eigin nesti. Farðu á puttanum - Tiltölulega örugg og algeng leið til að ferðast frítt á milli staða í sumum heimshlutum. Óáreiðanleg en samt spennandi ferðamáti sem kostar þig ekki krónu. -Bjarki Bernardsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.