Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 67

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 67
65 Að vera með öðru fólki er stundum alveg ótrúlega erfitt, því mér finnst eins og öllum finnist ég ógeðslega feit. Alltaf. Það er líka ótrúlega erfitt að borða fyrir framan aðra. Það er bæði óþægilegt að fá komment á að maður borði ekkert, og svo finnst mér ég líka borða alltof mikið stundum, og þá líður mér eins og allir dæmi mig fyrir að vera að borða. Það er líka skrítið að borða fyrir framan þá sem vita af þessu, því ég er alltaf að passa að borða hæfilega lítið, svo þau haldi ekki að ég GETI alveg borðað og mér finnst að þau haldi að ég sé bara að grínast með að vera með átröskun. Litla saklausa, hrædda stelpan með viðkvæma hjartað brýst mjög oft fram þegar mér líður illa með sjálfan mig. Ef á móti blæs verð ég rosalega lítil í mér og finnst ég ennþá ömurlegri fyrir vikið. Það að fá skammir, lélega einkunn á prófi eða fyrir verkefni getur eyðilagt vikuna fyrir mér og mér finnst eins og líkaminn verði lamaður. Ástæðan fyrir því að það veit nánast engin af þessu er að mér sjálfri finnst þetta ótrúlega mikill veikleiki. Finnst að ef ég segi fleirum frá þessu eigi ég eftir að missa alla vini mína, eða að þeir muni alltaf eiga eftir að hugsa öðruvísi um mig. Ég tala eins lítið og ég get um þetta við foreldra mína, því ég vil ekki að það séu einhver vandamál á heimilinu sem eru mér að kenna. Bestu vinkonur mínar og kærastinn minn eru samt ótrúlega mikill styrkur og stoð fyrir mig, í þau nokkru skipti sem ég hef talað um þetta. Engar áhyggjur samt, ég á mjög góða daga inn á milli þeirra slæmu. Ég hef leitað mér hjálpar og er á batavegi. Leiðin héðan liggur bara upp á við, og mér líður mun betur eftir að ég hitti sálfræðing. Ástæða þess að mig langaði til að skrifa þetta, er annarsvegar að segja við þau ykkar sem líður eins og mér og hafa ekki leitað sér hjálpar, að gera það. Það er erfitt að taka af skarið, en það er þess virði. Maður fær stuðning hjá fólki sem skilur mann fullkomlega, hlustar á mann og getur hjálpað manni að líða betur. Það besta sem maður gerir, og jafnvel það erfiðasta, er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé „veikur“ og þurfi hjálp. Hinsvegar var ástæðan sú að mig langar að láta ykkur vita að þessu sjúkdómur leynist allstaðar. Ég veit um miklu fleiri krakka sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, og maður verður að vera duglegur að dæma ekki, vera skilningsríkur og passa það sem maður segir við annað fólk. Það er líka rosalega mikilvægt að hrósa ekki öðrum fyrir að vera mjór. Þó svo að núverandi líkamsstuðlar segi okkur að allir séu voða fínir og flottir þegar þeir eru mjóir, þá segir það ekki neitt. Hugsum áður en við tölum, og verum einnig dugleg að hrósa öðrum, eins oft og við getum! Ég veit að það verður erfitt að vinna þennan bardaga og ég á alltaf eftir að eiga slæma daga inn á milli, en fokk hvað mér mun takast það, sama hvað! Höfundur lætur ekki nafn síns getið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.