Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 80

Muninn - 01.05.2016, Blaðsíða 80
78 Annars hefur Doddi líka verið að spila einhver prívat gigg. Bæði fyrir framhaldskóla, grunnskóla en hann hefur líka spilað fyrir saumaklúbba. „Ég fór heim til fimmtugrar konu einu sinni að spila í saumaklúbbi. Tók með hljóðkerfi og spilaði í litlu stofunni hennar meðan þær vinkonurnar spjölluðu.” En Doddi á ýmsa lífsreynsluna í pokahorninu. „Árið 2009 febrúar fór ég í magahjáveituaðgerð. Ég var 130 kíló en datt síðan niður í 65 kíló. Í svona aðgerð þá er maginn þrengdur. Ég hef verið of feitur frá því ég var krakki og manni líður ekki vel að vera alltof þungur. Það dró mig svakalega mikið niður, ég var svoldið eins og gamall kall þegar ég var 22 ára. Ég fékk eiginlega æskuna aftur við að fara í þessa aðgerð!” Fleiri lífstíls breytingar hafa verið á döfinni hjá Dodda. ,,Ég hætti að drekka 2013. Ég var nú ekki fyllibytta en hafði ekki tíma til þess lengur. Fólk var oft að segja ‘komdu í eftirpartý, komdu í eftirpartý’ en ég er bara búin á því eftir 4 tíma gigg. Maður nennir ekki meir. Það er líka gott að vera ekki þunnur á sunnudögum... andlega heilsan er góð.” Ef við skoðum æsku Þorsteins nánar þá komumst við að því að hann átti gullfisk. „Gullfiskurinn minn hét Snúlli. Það er mikið af hundum í fjölskyldunni og ég er hundelskur maður en málið er að ég hef aldrei mátt eiga hund. Ég elska hunda útaf lífinu... kannski þess vegna sem að gullfiskurinn fékk svona hundalegt nafn?” Á ferlinu segir Doddi að það séu nokkur augnablik sem standi uppúr. „BESTA móment ever var landsmót Samfés núna síðasta haust í Naustaskóla. Allar félagsmiðstöðvar á Íslandi komu saman, það var stærsta ball sem ég hef spilað á. Það var góð stemming, ég byrjaði að spila Simpson introið til að fíflast í liðinu...” Aðspurður segist Doddi vera með ákveðna rútínu; „Ég byrja oftast, til að kicka í gang, með lagi sem heitir Du de monde - 90 og enda alltaf á Ég er kominn heim ... í svona 90% tilvika. Ég vil enda þetta rólega til þess að róa fólk. Svo það fari gott útí kvöldið. Vil ekki hafa á samviskunni að einhver lendi í slag…” Þorsteinn er líka með dyravarðarréttindi. Þar reynir hann einnig að róa fólk til að ná til þess. „Mér finnst voðalega leiðinlegt að vera leiðinlegur við fólk. Það leiðinlegasta sem ég geri er að vera leiðinlegur. Ég tala fólk niður í stað þess að æsa mig. Reyni að róa það en ég lærði þetta í Hlíðarfjalli sko.” Eins og heyr má reynir Doddi Mix alltaf að halda stemmingunni góðri. Hann segir að hann vilji ekki fá fólk strax á dansgólfið um miðnætti heldur byggja upp stemminguna eftir því sem líður á kvöldið. „Ég á stóran kjarna af fólki sem kemur alltaf á böllin mín og það vill fá þá stemmingu sem ég spila.” Doddi segir að hann vilji spila tónlist sem höfði til allra en ekki bara eina stefnu. Honum þykir gaman að spila Queen aðra stundina og svo Gaggó vest þá næstu. Annars ákveður Doddi aldrei fyrirfram hvað hann ætlar að spila. Hann les andrúmsloftið til að sjá hvað fólk vill heyra. „Ég nota forrit í tölvunni og vinn grunntaktana í því en geri líka mína eigin útgáfu af öðrum lögum. Ég get verið svoldið eins og rófulaus hundur, get hoppað úr einu í annað en samt haldið sömu stemmingu. Get tekið 80s og 90s syrpur - en næst tek ég Grease og svo 12:00 …. hef gaman að því að koma fólki á óvart! Ég hef alveg tekið lög eins og Hakuna matata svona og líka.” En uppáhalds kvikmynd Dodda er einmitt Lion King. ,,Verð eiginlega að skammast mín að ég hafi ekki séð leikritið hjá ykkur - var að vonast til að það yrðu fleiri sýningar en það var svo mikið að gera hjá mér. Hefði mjög verið til í að sjá það”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.