Ský - 01.04.2010, Side 11

Ský - 01.04.2010, Side 11
FRÓÐLEIKUR NÚMER HVAÐ VIÐ YONGE-STRÆTI? Frá Ontario-vatni og gegnum hjarta Toronto gengur Yonge Street og heldur síðan áfram, að Simcoe-vatni, norðar í fylkinu. Yonge Street er 1.896 kílómetrar. Það gerir götuna að lengstu götu veraldar samkvæmt heimsmetabók Guiness. Strætið var hannað og tekið í notkun rétt um árið 1800. Yonge fékk fyrstu neðanjarðarlest Kanada, í miðborg Toronto, meira en 100 árum síðar. ENSKI BOLTINN Liverpool og Manchester United hafa oftast orðið enskir meistarar í knattspyrnu, hvort lið átján sinnum. Arsenal hefur verið lengst allra liða í efstu deild eða frá 1919, eða 84 ár samfellt. Arsenal á líka metið, 14 sigurleikir í röð árið 2002. Derby County á hins vegar fæsta sigra en fyrir tveimur árum tókst þeim einungis að vinna einn leik á tímabilinu. Leikjamet í efstu deild á markmaðurinn Peter Shilton 1005 leiki, á árunum 1966 til 1997. DAGLEG BLÖÐ Þrjú af mest lesnu dagblöðum heims eru japönsk og öll prentuð í um 5,5 til 6 milljónum eintaka á dag. Þetta eru blöðin Yomiuri Shimbun, Asahi Shimbun og Mainichi Shimbun. Næst kemur Bild í Þýskalandi með 3,8 milljónir eintaka. Wall Street Journal er víðlesnasta blað Bandaríkjanna með rétt rúmlega tvær milljón eintaka á dag. Stærst blaða í Stóra Bretlandi er Sólin, The Sun, með þrjár milljónir eintaka á dag. BARNALÁN Konur í Afríkulýðveldinu Níger eiga mesta barnaláni að fanga, þær eiga að meðaltali tæplega átta börn, Úganda sem er í næsta sæti er nokkuð á eftir eða 6,7 börn að meðaltali. Heimsmeðaltal er 2,56 börn á konu, efstir Evrópuþjóða eru frændur vorir Færeyingar í 101. sæti með 2,44 börn, við erum í þriðja sæti á eftir Frökkum með 1,90 barn. Langneðstar eru Asíuþjóðirnar, Japan og Suður-Kórea, með 1,21 barn, Tævan með 1,14 og síðastir í röðinni Singapúr með aðeins 1,09 börn á konu. VERTU í SAMBANDI Vertu er lúxus-símamerkið frá Nokia. Fyrir áttahundruð þú- sund og upp í nokkrar milljónir er hægt að fá síma frá þessu fyrirtæki. Þetta eru sannkallaðir lúxus-símar, byggðir úr besta eðalmálmi, og með demöntum, fyrir þá sem vilja. Hönnunin er fyrsta flokks. En þetta er enginn iphone eða n97. Frekar tæki til að svara og hringja, á fágaðan og flottan hátt. www.vertu.com HA OG HAOLDRUÐ Hæstu tré veraldar eru rauðviður, í Redwood-þjóðgarðinum í Norður-Kaliforníu, en meðalhæð þeirra er um 115 metrar. Næstur er ástralski fjalla-askurinn sem vex í Tasmaníu en hann verður 99,6 metra hár. Tuttugu sentimetrum hærri en Douglas-furan í Oregon fylki. Great Basin Bristlecone Pine í Utah fylki er ekki hávaxið tré, 10 metra hátt, en nær háum aldri eða tæpum 5000 árum. 2010 2. tbl. ský 11

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.