Ský - 01.04.2010, Qupperneq 11

Ský - 01.04.2010, Qupperneq 11
FRÓÐLEIKUR NÚMER HVAÐ VIÐ YONGE-STRÆTI? Frá Ontario-vatni og gegnum hjarta Toronto gengur Yonge Street og heldur síðan áfram, að Simcoe-vatni, norðar í fylkinu. Yonge Street er 1.896 kílómetrar. Það gerir götuna að lengstu götu veraldar samkvæmt heimsmetabók Guiness. Strætið var hannað og tekið í notkun rétt um árið 1800. Yonge fékk fyrstu neðanjarðarlest Kanada, í miðborg Toronto, meira en 100 árum síðar. ENSKI BOLTINN Liverpool og Manchester United hafa oftast orðið enskir meistarar í knattspyrnu, hvort lið átján sinnum. Arsenal hefur verið lengst allra liða í efstu deild eða frá 1919, eða 84 ár samfellt. Arsenal á líka metið, 14 sigurleikir í röð árið 2002. Derby County á hins vegar fæsta sigra en fyrir tveimur árum tókst þeim einungis að vinna einn leik á tímabilinu. Leikjamet í efstu deild á markmaðurinn Peter Shilton 1005 leiki, á árunum 1966 til 1997. DAGLEG BLÖÐ Þrjú af mest lesnu dagblöðum heims eru japönsk og öll prentuð í um 5,5 til 6 milljónum eintaka á dag. Þetta eru blöðin Yomiuri Shimbun, Asahi Shimbun og Mainichi Shimbun. Næst kemur Bild í Þýskalandi með 3,8 milljónir eintaka. Wall Street Journal er víðlesnasta blað Bandaríkjanna með rétt rúmlega tvær milljón eintaka á dag. Stærst blaða í Stóra Bretlandi er Sólin, The Sun, með þrjár milljónir eintaka á dag. BARNALÁN Konur í Afríkulýðveldinu Níger eiga mesta barnaláni að fanga, þær eiga að meðaltali tæplega átta börn, Úganda sem er í næsta sæti er nokkuð á eftir eða 6,7 börn að meðaltali. Heimsmeðaltal er 2,56 börn á konu, efstir Evrópuþjóða eru frændur vorir Færeyingar í 101. sæti með 2,44 börn, við erum í þriðja sæti á eftir Frökkum með 1,90 barn. Langneðstar eru Asíuþjóðirnar, Japan og Suður-Kórea, með 1,21 barn, Tævan með 1,14 og síðastir í röðinni Singapúr með aðeins 1,09 börn á konu. VERTU í SAMBANDI Vertu er lúxus-símamerkið frá Nokia. Fyrir áttahundruð þú- sund og upp í nokkrar milljónir er hægt að fá síma frá þessu fyrirtæki. Þetta eru sannkallaðir lúxus-símar, byggðir úr besta eðalmálmi, og með demöntum, fyrir þá sem vilja. Hönnunin er fyrsta flokks. En þetta er enginn iphone eða n97. Frekar tæki til að svara og hringja, á fágaðan og flottan hátt. www.vertu.com HA OG HAOLDRUÐ Hæstu tré veraldar eru rauðviður, í Redwood-þjóðgarðinum í Norður-Kaliforníu, en meðalhæð þeirra er um 115 metrar. Næstur er ástralski fjalla-askurinn sem vex í Tasmaníu en hann verður 99,6 metra hár. Tuttugu sentimetrum hærri en Douglas-furan í Oregon fylki. Great Basin Bristlecone Pine í Utah fylki er ekki hávaxið tré, 10 metra hátt, en nær háum aldri eða tæpum 5000 árum. 2010 2. tbl. ský 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.