Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 18

Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 18
RÚV veturinn 1999-2000 ásamt leikaranum Hjálmari Hjálmarssyni. Undirbúningur Heru Bjarkar fyrir úrslita- keppnina í Osló var mikill og í mörg horn að líta. Hún naut dyggrar aðstoðar systur sinnar, Þórdísar Lóu, eiganda Pizza Hut, sem varð eins konar framkvæmdastjóri fyrir Heru og stýrði öllum undirbúningi svo Hera gæti einbeitt sér að söngnum og atriðinu í Ósló. Hera Björk segir að þau Örlygur Smári haíi ákveðið að breyta laginu svolítið og poppa það upp fyrir úrslitakeppnina í Ósló. „Við stækkuðum það aðeins fyrir þessa keppni ef svo má að orði komast." Auk þess sem þau Örlygur Smári tóku lagið í gegn og breyttu því var unnin hefðbundin vinna fyrir svona keppninr eins og að búa til kynningarefni, ganga frá sviðsetningu, leik- mynd, myndatökum og gerð myndbands. KVIKMYNDASKÓLINN GERÐI MYNDBANDIÐ Ekki stóð til í fyrstu að gera myndband með laginu, en þegar þau tíðindi bárust inn i Kvik- myndaskóla Islands þótti mönnum þar á bæ Undirbúningur í Ósló. Óformlegir tónleikar í garði íslenska sendiráðsbústaðarins í Ósló. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra bauð. Gestir voru mest erlendir blaðamenn. mikla íslenska söngkona hefði þá verið með besta lagið en allt kom fyrir ekki. Hún tók hins vegar þátt í undankeppninni hér heima í vetur með lagið Je Ne Sais Quoi. Hera Björk er mikill Eurovison reynslubolti og hefur farið tvisvar áður í stóru keppnina en þá sem bakraddasöngkona. Hún segir að auðvitað sé erfitt að keppa í tónlist þar sem fólk hafi mismunandi smekk á tónlist. Hera Björk er 38 ára, fædd 29. mars 1972 í Reykjavík og ólst upp í Breiðholti. Hún gekk í Ölduselsskóla og síðar í Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Hún byrjaði ung að syngja og söng meðal annars inn á auglýsingar og barnaplötuna Göngum við í kringum fyrir 12 ára aldur. Hún hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík haustið 1989 og lærði söng hjá söngvurunum Rut Magnússon, Bergþóri Pálssyni, Elínu Ósk Óskarsdóttur, Ernu Guðmundsdóttur og fleirum. Hera Björk sigraði í sinni fyrstu söngkeppni þegar hún keppti í Hæfileikakeppni Suður- lands árið 1998 og vann þá keppni; tók fyrsta sætið með laginu Perfect sem hljómsveitin Fairground Attraction gerði frægt á sínum tíma. Seinna keppti Hera Björ í Söngkeppni framhaldsskóla fyrir hönd Fjölbrautarskólans í Breiðholti og lenti þar í öðru sæti með lagið An þín. Hún hefur tekið þátt í uppfærslum á Rocky horror picture show, Evitu, Litlu hryllings- búðinni og Kysstu mig Kata. Hún lék og söng í sýningunni Sirkús Skara skrípó í Loft- kastalanum á árunum 1996 til 1997. Þá hefúr hún m.a. sungið með hljómsveitun- um Orgil, Sweetý og 17 Vélum. Hún hefur sungið inn á fjölmargar plötur, bæði sóló sem og bakraddir. Hún gaf út sína fyrstu sóló- plötu árið 2000, Ilmur af jólum. Þá stjórnaði hún sjónvarpsþættinum Stutt í Spunann á Smári unnu samhliða unnið að nýrri plötu — eða diski öllu heldur. „Það er engu logið um það að nóg hefur verið að gera hjá mér að undanförnu,“ segir Hera Björk en þrátt fyrir mikið álag kveðst hún furðu brött. „Þetta er skemmtilegt og gefandi og þess virði að leggja alla þessa vinnu á sig.“ Nýja platan heitir einfaldlega Je Ne Sais Quoi. „Þetta er létt og skemmtileg plata, uppistaðan partýlög af ýmsu tagi, ef frá eru talin tvö lög í rólegri kantinum." Auk lagsins Je Ne Sais Quoi er einnig lagið Someday, sem Hera Björk flutti í undan- keppni danska sjónvarpsins í fyrra og lenti í öðru sæti. Þá eru þarna gamlir og þekktir diskósmellir í nýjum útsetningum, m.a. lagið Knock on Wood sem Amy Stewart gerði frægt á sínum tíma. EYJ AFJALLAJ Ö KULL Systir Heru Bjarkar, Þórdís Lóa, eigandi Pizza Hut, var hennar hægri hönd í undir- búningi fyrir keppnina og sá um allt sem viðkemur viðskiptahliðinni, enda gamalreynd á því sviði sem athafnakona í fremstu röð. Valgeir Magnússon, umboðsmaður Heru Bjarkar, sá einnig um ýmislegt sem upp á kom í daglegu amstri og létti af henni álaginu. Miklar vangaveltur voru um það hvort Eyja- fjallajökull myndi ekki sjá um allt kynningar- starf fyrir Heru. Eftir úrslitin í Óslól eru allir fullvissir um að gosið hafi skemmt fyrir. Um 15 manns voru í fylgdarliði hennar, fólk sem tók þátt í keppninni með einum eða öðrum hætti. En síðan bættist við drjúgur hópur; eins og makar, fjölskylda og stuðningsmenn. Hera Björk undirbjó sig andlega og líkam- lega fyrir keppnina með stífum æfingum í Rope-Yogasetrinu hjá Guðna Gunnarssyni, „Það er mikilvægt að vera með gleði í hjarta og vel stemmdur þegar stigið er á svið og tekið þátt í keppnum." það algerlega óviðunandi. Nemendur við skólann buðust til að gera myndbandið og það varð úr. Hera segir að gerð myndbandsins hafi verið góður skóli fyrir nemendur sem hafi fengið tækifæri til að vinna verkefni sem væri í um- ræðunni. Undirbúningsvinna vegna þátttökunnar í Ósló var eðlilega tímafrek hjá Heru. En þar með var ekki öll sagan sögð því Örlygur þar sem hún var í svonefndum „Glow Motion“ tímum. Það er blanda af hægu og slakandi ropeyoga og þrekæfingum. „Það er mikilvægt að vera með gleði í hjarta og vel stemmdur þegar stigið er á svið og tekið þátt í keppnum og því eru þrekæingar og ropeyoga mikilvægt,“ segir Hera Björk. SKÝ 18 ský 2.tbl. 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.