Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Blaðsíða 8
Ávarp frá forseta í. S. í.
Arbók þessi er gejin út að tilhlutun I. S. I. Hafa tveir ungir
og vaskir íþróttamenn, þeir Brynjólfur Ingólfsson og Jóhann Bern-
hard annazt ritstjórn og gefið bókina út, og kann ég þeim
beztu þakkir fyrir þann áhuga og dugnaS. Þetta er fyrsta árbók-
in í hinum svokölluöu frjálsu íþróttum, sem gefin er út hér á
landi. En œtlast er til aS slík árbók komi út á hverju ári jram-
vegis, meS öllum helztu nýmœlum er þessa íþrótt varSa. Ætti þaS
aS verSa hvöt fyrir íþróttafélögin, aS senda mótaskýrslur sínar
reglulega til í. S. 1.
Vm nokkra ára skeiS hefir Jóhann Bernhard safnaS skýrslum
um frjálsar íþróttir hér á landi, og ennfremur hefir hann sam-
kvœmt beiSni minni, unniS úr mótaskýrslum Sambandsfél. í. S. í.
Birtast hér í árbókinni niSurstöSur af þessum skýrslugerSum, sem
varSa svo mjög alla þá íþróttamenn, er leggja stund á þessar fjöl-
breyttu og skemmtilegu íþróttagreinar. Hafi íþróttamenn þessa ár-
bók viS hendina, ásamt Leikreglum I. S. I. 3. útg. frá 1940, geta
þeir fengiS góSan og glöggvan fróSleik um allt þaS, er þessa
íþróttagrein varSar. Arbókin er því ómissandi fyrir alla frjáls-
íþróttamenn, sem vilja fylgjast meS tímanum.
I árbókinni kennir margra grasa, eins og sjá má af efnisyfirlil-
inu; þar er margan fróSleik aS finna, ekki aSeins um met og mót,
heldur og um upphaf sögu þessarar fjölbreyttu íþróttagreinar hér
á landi. En gengi frjálsra íþrótta hefir aukist ár frá ári, þrátt fyr-
ir lélega leikvelli, votviSrasöm sumur og köld. Er árangur sá, sem
náSst hefir hjá íþróttamönnum vorum, mjög lofsverSur, þegar tek-
iS er tillit til allra aSstœSna (leikvalla og loftslags). — Arbók
þessi mun, er fram líSa stundir, þykja merkilegt heimildarrit um
hinar frjálsu íþróttir hér á landi, og vissulega verSur þaS vinsælt
meSal íþrótlamanna og íþróttavina aS mega eiga von á slíkri ár-
bók framvegis.
lleykjavík, 10. júní 1943.
BEN. G. H JGE.
4