Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Blaðsíða 80
Hafi tveir menn náð sania árangri, er venja að láta þann,
sem fyrr vann afrekið, vera á undan, nema sá síðari hafi
tvisvar náð því sama. í 4x100 m. boðhlaupi hefir drengja-
sveit Í.R. (Ingólfur-Jóel-Sveinn-Magnús) náð sama tíma og
H-sveit Ármanns, 49,4 sek., en gerði það rnánuði síðar. I
stangarstökkinu hafa 3 menn i viðbót stokkið 3 metra slétta.
Eru það þessir, í réttri röð: Sigurður Steinsson, Í.R., Tóm-
as Arnason, Huginn og Sverrir Emilsson, K.R.
Eins og skráin ber með sér, sýnir hún aðeins þær íþrótta-
greinar, sem keppt er í á meistaramóti eða opinberum
mótiim. Er því sleppt ýmsum spretthlaupum, boðhlaupum
og atrennulausum stökkum, sem aðallega er keppt í á inn-
anfélags- eða drengjamótum. í þrem þessara greina voru
þó sett ísl. met á árinu. í 300 metra hlaupi — 37,8 sek. —
sctt af Jóhanni Rernhard, K.R., — í 4X200 m. boðhlaupi —
1:37,9 mín., sett af A-sveit Knattspyrnufélags Reykjavíkur,
en í henni voru Jóh. Bernhard, Sverrir Emilsson, Svavar
l’álsson og Brynjólfur Ingólfsson, — og loks í 4X1500 m.
boðhlaupi — 18:29,8 mín., sett af sveit Ármanns, þeim Árna
Kjartanssyni, Haraldi Þórðarsyni, Herði Hafliðasyni og
Sigurgeiri Ársælssyni.
K.R.-INGARNIR, SEM UNNU ALLSUERJARMÓTItí
1942. — Myndin t. h. laliS frá vinstri: Anton Björns
son, Gunnar Huseby, Rögnvaldur Gunnlaugsson, Sverr-
ir Emilsson, Brynjólfur Ingólfsson, Jóhann Bernhard.
Skúli GuSmundsson, Vilhjálmur GuSmundsson, Óskar
GuSmundsson, Svavar Pálsson, Helgi Guðmundsson, Jón
Hjartar, FriSgeir B. Magnússon, Magnús GuSbjörnsson
og IndriSi Jónsson. A myndina vantar Jens Magnússon.
76