Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Blaðsíða 10
Jón Halldórsson, Ólaf Magnússon, Böðvar heitinn Kristjánsson
og Magnús heitinn Magnússon (lipra) o. fl. á æfingum félagsins,
í spjótkasti, stangarstökki, hástökki etc. Eg var þá ekki meó-
limur félagsins og tók ekki þátt í æfingum, en ég fékk strax mikinn
áhuga á þessuin íþróttum, einkum spjótkastinu, því mér þótti
alltaf gaman að henda. Ahöld þessi voru óvandaðri en nú gerist;
stöngin óvafin, kringlan tréskífa með sterkri járngjörð og
spjótin gljúpari og geiguðu meira á fluginu. Hafa þau varla verið
„standardiseruð“ því spjótkast var þá yngsta íþróttin á alþjóða-
mótum (01. leikunum 1906 fyrst).
Eins og vonlegt var, var íþróttaiðkun manna á þessum tíma mjög
á reiki og þekkingin lítil á þeim málum. Forgöngumennirnir
hvöttu menn til ástundunar í íþróttaiðkunum og dáða í kapp-
leikum; „táp og fjör og frískir menn“ voru einkunnarorð og stefnu-
mál þeirra — og íþróttirnar voru efling þessara eiginleika. Og
þetta var ágætt, svo langt sem það náði. Menn æfðu sig á ýmsan
hátt; voru í leikfimi og glímdu á vetrum, iðkuðu heimaleikfimi
(Mullersæfingar), fóru í gönguferðir á sunnudögum, á sumrin, fóru
í „boltaIeik“ og knattspyrnu, fóru í sjó og sólbað og sundlaugar
o. fl.. En kensla og leiðbeining var heldur lítilfjörleg eftir því
sem nú gerist. Þetta átti einkum við um frjálsu íþróttirnar. I glíin-
unni voru hæg heimatökin; þekkingu á henni þurfti ekki að
sækja út fyrir landsteinana. Knattspyrna, sund og leikfimi höfðu
verið iðkaðar hér alllengi. Fyrstu mennirnir, sem leiðbeint hafa
í frjálsum íþróttum hér í bænum, munu hafa verið Andreas J.
Bertelsen, hinn ágæti og áhugasami forgöngumaður og leikfimis-
kennari I. R. og Helgi Jónasson, hinn áhugasami og íþróttafróði
formaður félagsins um langt skeið. Um þetta leyti (1908—9) var
gefin út í Danmörku bók er nefndist „Idrættsbogen“. Keyptu all
margir áhugamenn á íþróttamálum bók þessa og fengu þar ýmsan
íþróttafróðleik, þ. á. m. um frjálsu íþróttirnar. Einnig seldi Har-
aldur Árnason þá smábæklinga er hétu „Spaldings Athletic Lib-
rary“, er fjölluðu um ýmsar sérgreinar og sérgreinaflokka íþrótt-
anna. Þar var enn meiri og betri fróðleik að fá, því þeir voru
6