Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Blaðsíða 14
Akureyri, Húsavík og við Þjórsárbrú. Aðilar þeir, sem stóðu að
mótum þessum, voru oftast ungmennafélög staðarins, en einnig
stundum nefnd sú, er sá um framkvæmdir í sambandi við Þjóð-
hátið staðarins, eins og hér.
Á ÞJÓÐIIÁTÍÐ VESTMANNAEYJA 1909 er í frásögur fært, að
keppt hafi verið í 800 m. hlaupi í fyrsta sinn. Sigraði þar Jóhann
A. Bjarnason kaupmaður.
17. JÚNÍ 1909 er háð MÓT á Akureyri og þar keppt
í glímu (5 flokkum), sundi, göngu, hlaupum, knattspyrnu,
hástökki, langstökki og stangarstökki. -— 100 m. hlaup vann
Jón Haraldsson á 14,0 sek. — Göngu (402% m.) vann
Jakob Kristjánsson á 1:40,6 mín. Langstökk vann Kári Arngríms-
son frá Ljósavatni á 5,40 m. og Hástökk að líkindum sami á 1,48 m.
— annar stökk jafnhátt, en það er tekið fram um Kára, að hann
hafi stokkið jafnfætis og hafi því gert betur. (Kári stökk hér á
landsmótinu 1911. Hann stökk að vísu jafnfætis — sem væri ó-
gilt nú — en hann tók a. m. k. eitt tilhopp á undan stökkinu).
Stangarstökk vann Jakob Kristjánsson prentari á 2.46 m.
17. JÚNÍ 1910 er LEIKMÓT NORÐLENDINGAFJÓRÐUNGS háð
á Húsavík. Keppt er í 5 greinum frj.íþróttanna, auk glírnu og sunds.
— Þessir unnu: 100 m. hlaup: Ragnar Dinesen 13,8 sek. 500 m.
hlaup: Ingólfur Indriðason 1:18,4 mín. Langstökk: Óskar Jóns-
son 4.80 m. Hástökk: Jónas Þorbergsson og Albert Sigtryggs-
son jafnir á 1.62 m. Það er tekið fram um báða þessa menn, að
þeir séu gagnfræðingar og virðist ekki ólíklegt, að stökkfimi
þeirra — sem er afhragð á þessum árum — standi í sambandi
við skólavistina. Stangarstökk: Arngrímur Ólafsson prentari 2.32 m.
17. JÚNÍ 1911 var LEIKMÓT NORÐLENDINGAFJÓRÐUNGS
háð á Akureyri. Þar var keppt aðeins í tveim frj.íþróttagreinum, auk
glímu, sunds, pokahlaups o. fl. — 100 m. hlaup Har. Ólafsson og
Jakob Einarsson voru jafnir á 13,4 sek. Hlupu tvisvar og urðu í
bæði skiftin jafnir(!) Langstökk vann Jakob Einarsson á 5.40 m.
— Ekki er vitað um aðstæður á þessum mótum Norðlendinga,
veðurfar eða þess háttar, en afrek virðast standast nokkurn veg-
10