Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Blaðsíða 13
sprettlilaupi, hástökki og langstölcki — hafa verið líkt farið, sumra
hverra. En þar kom fimleika eða glímuæfingin að vetrinum
eða knattspyrnuæfing að sumrinu að betra haldi. — I stangar-
stökki, þrístökki og köstum var aldrei keppt fyrr en eftir að
Iþróttavöllurinn var byggður.
Kappleikar þeir, sem háðir voru hér í Reykjavík áður en
Iþróttavöllurinn var byggður, voru þessi:
ÞJÓÐHÁTÍÐIN 1909: 1. ágúst: 1 míiu hlaup (Árbæjarblaupið)
1. Helgi Árnason 28 mín.; 2. Sigurjón Pétursson 28:05,0; 3. Jóel
Ingvarsson, Hf. 28:10,0; 4. Einar Pétursson 28:15,0. — 2. ágúst:
100 m.: 1. Helgi Jónasson 12,5 sek.; 2. Sigurj. Péturss. 13,3; 3.
Guðm. Sigurjónss. 14,0; — 1000 m.: 1. Sigurj. Péturss. 3:03,0 mín.;
2. Guðm. Sigurjónss. 3:08,0; 3. Magnús Tómasson 3:10,0. — Há-
stökk: ICristinn Pétursson 1,45 m.; 2. Jón Halldórsson; 3. Hallgr.
Bened.son. — Langstökk: 1. Kristinn Pét.; 2. Theodór Árnason; 3.
Guðbr. Magn. — Aðrar frjálsíþróttagreinar munu eklci Iiafa verið
reyndar. Hlaupin fóru fram á Melunum, á líkum stað og íþrótta-
völlurinn er nú. — Einnig var keppt í sundi við sundskála U.m.f.
R., og hann þá vígöur.
5. JÚNl 1910 var LEIKMÓT lialdið á Melunum og keppt í: 100
m. hlaupi. 1. Jón ITalldórsson 11,6 sek. 2. Helgi Jónsson 12,8 sek.
3. Kjartan Konráðsson 13,0 sek. — 1000 m. hlaupi: 1. Sigurjón
Pét. 2:45,0 mín. 2. Ól. Magn. 2:55,0 mín. 3. Magn. Tóm. 3:03,0 m. —
Veðurfar þennan dag man ég greinilega; var sunnanátt og skýjað en
þurt, mun það hafa bætt tímana. 1000 m. hlaupið, a. m. k. var
hlaupið undan vindi. 26. júní: ArbœjarhlaupiS (1 dönsk míla):
1. Sigurjón Pétursson 28:14,0 mín. 2. Jóel Ingvarsson 28:57,0 mín.
3. Ól. Magnúss. 28:14,0 mín. — 31. júlí: 500 m. á Melunum: 1. ÓI.
Magn. 1:20,8 mín.; 2. Magn. Tómass. 1:22,2; 3. Guðm. Þórðars. 1:25.
Þetta munu hafa verið helztu mótin í frjálsum íþróttum sem
háð voru hér í bænum árin áður en Iþróttavöllur Reykjavíkur
var byggður og fyrsta landsmót íþróttainanna var háð, 1911,
á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar.
En hingað og þangað úti um land voru lík mót báð, t. d. á
9