Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Blaðsíða 74
„Svíarnir“. Frá vinstri: Oskar Bruce, ÍS'ils O. Wedberg, Nils
Frössling, Hjalmar Green og Erik Nevsten.
Bæjarkeppnin liófst 27. júlí og tók Oskar Bruce þar þátt
í 1500 m. hlaupinu, þ. e. a. s. hann hljóp í rauninni 1609 metra
eða 1 enska mílu og gaf því keppinautum sínum 109 metra í
forgjöf. Hann varð samt annar á 4:23,8 mín. á eftir Jóni Jóns-
syni, K. V., sem hljóp 1500 m. á 4:20,0 min.
í kúluvarpi heið Hjalmar Green ósigur fvrir Kristjáni Vatt-
70
nes; kastaði hann 13,42 m. eða 6 em. styttra en Vattnes, sem
setti ísl. met á 13,48 m. í aukakasti komst Green þó 13,59 m.
Nils Wedberg sigrað í 100 m. aukahlaupi á 10,9 sek., — var
um það bil meter á undan Sveini Ingvarssyni, sem fékk úr-
skurðaðan tímann 11 sek. (Sama tíma og metið) Nils Frössling
varð þar þriðji á 11,5 enda þótt hann hefði fyrir heimsóknina
verið álitinn betri en Wedberg.
Erik Nevsten varð 2. í hástökki ásamt Sveini Ingvarssyni á
1,71 m., Sigurður Sigurðsson sigraði þá báða, stökk 1,75 m. en
I, 81 í aukatilraun, sem var nýtt met.
Hjalmar Green kastað tvisvar spjóti atrennulaust og náði
38,13 m., og er það því varla í frásögur færandi.
Loks hlupu Svíarnir 1000 m. boðhlaup móti Reykvíkingum
og sigruðu á 2:05,6 mín. gegn 2:07,0 mín., sem var nýtt ísl. met.
Nevsten hljóp 100 m., Frössling 200, Wedberg 300 og Bruce 400 m.
Daginn eftir, 28. júlí, tapaði Svíaveitin hinsvegar fyrir Reyk-
vikingum i 4X100 m. boðhlaupi 48,4 sek. gegn 46 sek., sem
einnig var nýtt ísl. met. Kristján Vattnes sigraði Green í annað
sinn, nú í Kringlukasti með 37,58 m. gegn 35,44 m. Utan keppni
kastaði Green kúlu 13,86 m., en Vattnes 13,08 m.
í sleggjukasti bar Green sigur af hólmi, kastaði hann 33,08 m.
cða 5 m. lengra en bezti Reykvíkingurinn.
Nils O. Wedberg sigraði Svein og Olaf Guðmundsson (K.R.)
í 400 m. hlaupi. Hljóp hann á 52,2 sek. en hinir á 53,4 og
54,2 sek.
Síðasta keppni þennan dag var 800 m. hlaup, sem Oskar
Bruce vann glæsilega á 2:02,8 mín.
Svíamótið sjálft hófst daginn eftir og stóð yfir í tvo daga, en
því iniður var veður fremur óliagstætt, talsverð rigning en þó
ekki kalt. ,
Keppt var í 100 m. hlaupi. Sigraði Wedberg í A- flokki á
II, 4 sek. en Sveinn og Nils Frössling voru jafnir á 11,5 sek. í
B- flokki varð Nevsten jafn Ólafi Guðmundssyni á 11,9 sek. Sig-
urður sigraði aftur Nevsten í hástökki með 1,70 gegn 1,66. Guð-
71