Jökull - 01.01.2019, Blaðsíða 133
Hrafnhildur Hannesdóttir
Dauðísfláki hefur orðið eftir í lægðinni fyrir framan sporð Eystri Hagafellsjökuls og því telst sporðurinn hafa hopað um
700 m. Haraldur Gunnarsson aðstoðaði við mælinguna. – Discounting a detached dead ice lobe within a depression in front
of the terminus of Eystri-Hagafellsjökull outlet glacier, the retreat measured 700 m. Haraldur Gunnarsson assisted with the
measurements. Ljósm./Photo: Einar R. Sigurðsson, 13. október, 2018.
Sporður Sólheimajökuls ofan af Jökulhaus, 20. október 2000 (t.v.) og 25. nóvember, 2018 (t.h.). – The terminus of Sólheima-
jökull viewed from Jökulhaus, October 20, 2000 (left) and November 25, 2018 (right). Ljósm./Photo: Einar Gunnlaugsson.
Skaftafellsjökull – Farið var til mælinga eftir áramótin
þar sem ekki gaf til mælingaferðar á haustmánuðum.
Jökullinn hefur hörfað um rúma 50 m á mælilínunni
sem hefur verið notuð undanfarin ár. Jökullinn hefur
þynnst mikið og er nú mun lægri en fyrri ár.
Öræfajökull
Svínafellsjökull – Ekki náðist mæling haustið 2018.
Falljökull – Lítil breyting er á stöðu jökulsins milli
ára, en lónið er nú orðið alveg samfellt nánast frá jök-
ulruðningnum við jaðar jökulsins að útfalli Virkisár,
eins og segir í skýrslu Svövu B. Þorláksdóttur.
Kvíárjökull – Snævarr Guðmundsson hefur fylgt í fót-
spor Kvískerjabræðra með mælingum við austanverð-
an Öræfajökul. Framgangur mældist milli ára á tveim-
ur mælilínum við Kvíárjökul, sem passar við saman-
burð á hæðarlíkönum frá 2017 og 2019, með Pléiades
gervihnattamyndum (sbr. 1. mynd).
Hrútárjökull – Erfitt er að greina jaðar Hrútárjökuls,
sökum urðarkápunnar sem hylur hann, en hann hörfar.
Fjallsjökull – Þrjár mælilínur hafa verið skilgreindar
við Fjallsjökul, nokkurn veginn á sama stað og fyrri
línur, og mældist hörfun á síðasta ári.
132 JÖKULL No. 69, 2019