Jökull


Jökull - 01.01.2019, Page 154

Jökull - 01.01.2019, Page 154
Society report VORFERÐ JÖRFÍ 2019 Finnur Pálsson og Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík, fp@hi.is Vorferð JÖRFÍ á Vatnajökul 2019 var farin dagana 29. maí til 9. júní. Að þessu sinni var ferðin með held- ur öðru sniði en oftast hefur verið. Ákveðið var vegna mikillar aðsóknar og nægra verkefna að skipta leið- angrinum í tvö tímabil og urðu skiptin þriðjudaginn 4. júní. Farið var um Skálafellsjökul þar sem aurbleyta var svo mikil framan við Tungnaárjökul að leiðin að honum var ófær. Þetta stafar af hröðu hopi jökuls- ins undanfarin ár. Er þetta í fyrsta skipti í 66 ára sögu vorferða sem ófærð við jökulrönd veldur því að ferðin er færð á Skálafellsjökul. Þátttakendur í fyrri hluta leiðangursins voru 23 og 22 í þeim seinni, en 5 manns voru allan tímann. Fyrri hópurinn gisti að- faranótt fimmtudagsins á Vagnstöðum og fyrir bragð- ið var leiðangurinn kominn af stað á jökul um hádeg- isbil og hægt að nota daginn til að vinna að ýmsum fyrirhuguðum verkum. Kalt var á jöklinum allan tímann og færi með ein- dæmum gott, líka stillt og bjart flesta daga í fyrri hluta ferðarinnar, en heldur meiri vindur úr norðri seinni hlutann en þó að mestu bjart og aðstæður til vinnu góðar. Fyrir vikið voru ferðir um jökulinn auðveldar og dagarnir nýttust vel til mælinga og annarra starfa. Í leiðangrinum var unnið að mjög fjölbreyttum verkefnum. Þau helstu voru: Vetrarafkoma mæld á nokkrum stöðum, m.a. í Grímsvötnum Háubungu og Bárðarbungu. Á Bárðarbungu og í Grímsvötnum voru boraðir um 15 m langir kjarnar til könnunar á hitastigi og eðlismassa. Íssjármælingar voru gerðar á Bárð- arbungu og austan hennar, í Grímsvötnum, í Eystri Skaftárkatli og norðan Skaftárkatla að rótum Bárðar- bungu. Í Grímsvötnum voru breytingar vegna jarð- hita kortlagðar og innri gerð íshellunnar könnuð með jarðsjá. Vitjað var um jarðskjálfta- og GPS stöðv- ar á jöklinum, m.a. á Öræfajökli og fjórfótur settur á Vestari Svíahnúk. Þar var GPS tæki skilið eftir og mældi þar allt sumarið til loka ágúst. Einnig voru mældir inn nokkrir fastpunktar á öðrum jökulskerj- um. Á Dyngjujökul, nærri jafnvægislínu, voru sett þrjú síritandi GPS tæki, en vísbendingar eru um að skriðhraði þar sé að aukast og framhlaup í aðsigi. Á Bárðarbungu voru endurteknar þyngdarmælingar frá fyrri árum til að kanna breytingar vegna umbrota síð- ustu ára, jarðhitaketill í suðurbrúnum hennar kortlagð- ur og gassýnum safnað. Hópur dvaldi í Kverkfjöll- um í nokkra daga við rannsóknir á snefilefnum í guf- unni þar. Gasmælingar voru líka gerðar í Grímsvötn- um og á Saltara. Þá var farið af Grímsfjalli um jök- ul að vesturjaðri Síðujökuls til að kanna nyrsta hluta gossprungunnar úr Skaftáreldum, en hún náði þar inn í jökulinn. Í fyrri hluta voru Valdimar Leifsson og Ragnar Th. Sigurðsson með hópnum í nokkra daga við kvikmyndagerð, vegna 100 ára afmælis Veður- stofu Íslands á næsta ári. Í seinni hlutanum voru tveir blaðamenn sem öfluðu efnis til greinaskrifa í íslenska og hollenska prentmiðla. Einnig var sérstaklega unn- ið að myndatöku niður yfir skriðjökla Öræfajökuls og fleira, auk upptöku á efni um störfin sem unnin eru í jöklaferðum. Í seinni hluta ferðarinnar voru með í nokkra daga tveir starfsmenn Neyðarlínunnar og unnu að viðgerðum og endurbótum á rafstöð og tetra sendi á Grímsfjalli. Að venju var unnið að viðhaldi skála og búnaðar á Grímsfjalli og flutt þangað eldsneyti fyrir rafstöðina þar og farartæki ferðarinnar. Nefna má að jarðhiti í Grímsvötnum hefur auk- ist á síðustu árum á því svæði vestast í Grímsvötnum sem kennt er við Vatnshamar, en hann hvarf í jökul á árunum 1960–1980. Í flugferð yfir Vatnajökul í ág- JÖKULL No. 69, 2019 153
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.