Jökull


Jökull - 01.01.2020, Side 90

Jökull - 01.01.2020, Side 90
Society report Að fóstra jökul Hrafnhildur Hannesdóttir1, Oddur Sigurðsson1, Bergur Einarsson1 og Snævarr Guðmundsson2 1Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7–9, 108 Reykjavík; hh@vedur.is 2Náttúrustofu Suðausturlands, Nýheimum, Litlubrú 2, 780 Höfn í Hornafirði, Iceland https://doi.org/10.33799/jokull2020.70.087 Ágrip — Stiklað er á stóru í sögu sporðamælinga á Íslandi og greint frá aðferðum og vöktun sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags Íslands sinna. Mælingar á breytingum jökulsporða hófust árið 1930 (tveimur áratugum áður en félagið var stofnað), þegar Jón Eyþórsson veðurfræðingur hóf kerfisbundið að mæla stöðu skriðjökla. Hann fékk einnig í lið með sér heimafólk, oftast bændur, til þess að annast mælingarnar en í seinni tíð sinnir fólk úr ýmsum starfsstéttum þessu verkefni. Á hverju hausti er fjarlægð frá viðmiðunarstað að jökulrönd mæld í ákveðinni stefnu. Sumir jöklanna hafa verið vaktaðir í 90 ár og því eru hér til gagnmerkar tímaraðir sporða- breytinga. Mælingarnar sýna skýr tengsl veðurfars- og jöklabreytinga en gagnasafnið geymir einnig upplýsing- ar um framhlaup margra jökla. Inngangur Á Íslandi hefur fólk ætíð haft sýn til jökla og því kunn- ugt þessum svipmestu auðkennum íslenskrar náttúru. Engu að síður hefur orðið misvel vart við breytingar á jöklunum, þ.e. hvort þeir væru að vaxa eða minnka. Þó er ljóst af heimildum að á 16. öld gerðu menn sér grein fyrir að jöklar færu stækkandi og að veður- far hefði breyst (Oddur Einarsson 1971). Kunnustu náttúrufræðingar fyrri alda, þeir Sveinn Pálsson og Þorvaldur Thoroddsen, töldu að jöklar á þeirra tím- um væru svipaðir að stærð og jöklar landnámsaldar. Sveinn Pálsson segir í Jöklariti sínu (1945): „Að vísu fullyrðir allur fjöldinn, að jöklar fari vaxandi á Ís- landi“, og sömu skoðun halda þeir Eggert og Bjarni fram í Ferðabókinni. „Enn fremur er á það bent, að allmargir vegir, sem ýmist voru farnir að fornu eða færir voru til skamms tíma, séu nú lokaðir af jökli, en engar sannanir verða af fyrr nefnda atriðinu dregnar.“ Á ýmsan hátt annan dregur Sveinn í efa að jöklar hafi farið vaxandi um hans daga þótt þorri manna væri á annarri skoðun. Í bókinni Lýsing Íslands, öðru bindi, sem kom út 1911, segir Þorvaldur Thoroddsen: „Sumir hafa ætlað, að jöklar á Íslandi hafi aukist síðan í fornöld, en engin tilhæfa er í því. Af sögum og annálum er það auðséð, að stærð jökla og eðli hefur yfirleitt verið hið sama í fornöld eins og nú; stöku skriðjökulstungur hafa geng- ið fram og stækkað, en aðrar minnkað og horfið...“. Eins og Sveinn Pálsson getur þá var almannaróm- ur á því að jöklar færu stækkandi á 17. og 18. öld og einnig landkönnuðir svo sem Þórður Þorkels- son Vídalín (1965), Árni Magnússon (1955), Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson (1943). Seinna tók Helgi Pjeturss (1915a,b) undir það að jöklar hefðu verið til muna minni á landnámsöld en í byrjun 20. aldar að vísu með mistraustum rökum en dæmi hans um Breiðamerkurjökul tekur af allan vafa um að þar voru jöklar miklu minni á landnámsöld en á dögum Helga. Það er fyrst á 20. öld sem eiginlegar jöklamælingar hefjast og tekið var til við að safna tölulegum upplýs- ingar um jökla á Íslandi. Þessi dæmi sýna hversu misjafnar skoðanir eru gjaldgengar um breytingar á náttúrufari þegar eng- ar eru mælingarnar. Traustar mælingar á jöklabreyt- ingum og öðru breytingum á náttúrufari eru forsenda skynsamlegrar umræðu um umhverfismál. Sporða- mælingarnar sem Jón Eyþórsson og síðar Jöklarann- sóknafélagið hefur staðið fyrir síðan 1930 eru dæmi um það hversu miklu áhugasamir einstaklingar og fé- lög þeirra geta áorkað þegar vel er að málum staðið. JÖKULL No. 70, 2020 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.