Jökull


Jökull - 01.01.2020, Page 94

Jökull - 01.01.2020, Page 94
Að fóstra jökul ur og hlóð vörður sem fastmerki við jökulsporðana. Af dagbókum hans er ljóst að hann heimsótti stað- ina mörgum sinnum og fylgdi verkefninu mjög sam- viskusamlega úr hlaði. Jöklana inn til landsins vitj- aði hann oftast um sjálfur, en í einhverjum tilfellum tóku bændur í leitum að sér að mæla stöðu sporðanna. Mælingaskýrslur komu oftast í bréfum til Jóns og fylgdi í mörgum tilvikum hóflegur reikningur frá við- komandi mælingamanni fyrir ómakið (5.–7. mynd). Skarphéðinn Gíslason (1895–1974) var ötull mæl- ingamaður og á seinni hluta þess tímabils sem hann sinnti þeim vitjaði hann um margar stikur (Brókar- jökull, Birnudalsjökull, Eyvindstungnajökull, Skála- fellsjökull, Heinabergsjökul og Fláajökull) og heim- sótti suma mælistaði nokkrum sinnum á ári. Reikn- ingar hans frá 4. áratug síðustu aldar hljóðuðu upp á 1 kr/klst (eða um 15 kr fyrir dagsverkið) og var það gjaldið fyrir hann og einn hest. Samkvæmt útreikn- ingum út frá verðlagsreiknivél Hagstofunnar samsvar- ar 15 kr þess tíma tæplega 7000 kr nú á dögum. Má til gamans geta þess að sjálfboðaliðar félagsins fá í dag greiddan bensínstyrk upp á 7500 kr. Jón var gjarnan hlaupastrákur fyrir landsbyggðarmenn ýmissa erinda í höfuðborginni. Sumir mælingamenn leystu út laun- in sín í bókum, tímaritum, tjöldum og öðrum búnaði sem Jón sá um að kaupa. Bréfaskipti Jóns við einstaka menn er efni í heilar bækur. Í skýrslum eða bréfum mælingamanna, sem stund- um birtust undir dálkunum Bréf til Jökuls í Jökli, eru nákvæmar lýsingar á breytingum á jökulsporðum, landslaginu framan þeirra, hvernig jökulsker stækka eftir því sem jökullinn þynnist og hörfar, tilfærsla á útföllum jökulánna, framhlaupum og jökulhlaupum, snjóalögum og veðri. En í mörgum þeirra bar fleira á góma og voru sumir bréfritarar giska ritfærir. Í bréf- um þessum eru gjarnan nefnd tíðindi úr héraði og, ekki síst, horfur um eyðingu byggðar eins í Norður- Ísafjarðarsýslu. Er á engan hallað þó að Skarphéðinn Gíslason á Vagnstöðum í Suðursveit sé nefndur fyrir einstök afköst í bréfaskriftum. Meðal bréfritara voru Guðmundur Guðjónsson (1910–1984) í Þaraláturs- firði, Guðfinnur Jakobsson (1915–2005) í Reykjar- firði á Hornströndum (8. mynd) og Hallgrímur Jóns- son (1902–1988) á Dynjanda í Leirufirði en þeir tveir síðastnefndu fluttu síðastir manna hvor úr sinni sveit. Ekki er kunnugt um að bréf Jóns til mælingamanna hafi varðveist. Það væri áhugavert fyrir sögu Jökla- rannsóknafélagsins ef slík bréf leyndust einhvers stað- ar í fórum afkomenda sporðamælingamanna. 5. mynd. Mælingaskýrsla Skarphéðins Gíslasonar á Vagnsstöðum frá 1935 og reikningur fyrir sporða- mælingu frá 1934. – Top: The measurement report of Skarphéðinn Gíslason farmer at Vagnsstaðir since 1935. Below: Invoice for terminus measurements carried out by Skarphéðinn Gíslason in 1934. JÖKULL No. 70, 2020 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.