Jökull


Jökull - 01.01.2020, Side 122

Jökull - 01.01.2020, Side 122
Society report Um farvegi Jökulsár á Breiðamerkursandi á síðustu öldum Snævarr Guðmundsson1∗ og Helgi Björnsson2 1South East Iceland Nature Research Center, Nýheimar, Litlubrú 2, IS-780 Höfn í Hornafirði, Iceland 2Institute of Earth Sciences, University of Iceland, Askja, Sturlugata 7, IS-101 Reykjavík, Iceland ∗Corresponding author: snaevarr@nattsa.is; https://doi.org/10.33799/jokull2020.70.119 Abstract — Jökulsá á Breiðamerkursandi er á meðal vatnsmestu vatnsfalla á Íslandi. Á meðan sandar á Suðausturlandi voru einungis reiðfærir og stórvötn öll óbrúuð, þótti Jökulsá á meðal illfærustu straumvatna landsins. Áður en áin gróf sig í stöðugan stokk á fjórða áratug 20. aldar átti hún til að flæmast um á sandinum, ýmist í mörgum álum eða falla fram í fáum straummiklum kvíslum. Sumir hinna gömlu farvega sjást enn báðum megin við núverandi farveg Jökulsár. Með nákvæmum kortum af Breiðamerkursandi má rekja legu þeirra víða um sandinn og út frá rituðum heimildum hvenær áin rann í þeim. Í þessari grein drögum við saman þennan fróðleik um farvegi Jökulsár á Breiðamerkursandi og kynnum kort sem sýnir hvar áin rann á ýmsum tímum á 19. og 20. öld. INNGANGUR Jökulsá á Breiðamerkursandi streymir úr Jökulsárlóni og er á meðal vatnsmestu vatnsfalla á Íslandi. Meðal- rennsli hennar er áætlað ∼250-300 m3/s en getur orð- ið tvöfalt meira í hámarki (Andri Gunnarsson, óbirt gögn, tölvuskeyti 26. nóv. 2019). Munar þá miklu að sjávarfalla gætir í lóninu og að innstreymi og út- streymi er blandað sjó. Saltvatnið – sjórinn – nær til jökulsins og flýtir fyrir bráðnun og kelfingu hans. Sjávarfalla tók að gæta í allri ánni um 1950 en þó kom fyrir að sjór náði jökulsporði í stórstraumsflóðum, allt frá 1936/37 (Flosi Björnsson 1993). Áin er stysta jök- ulá landsins, en núverandi farvegur frá Jökulsárlóni til sjávar er um 0,6 km langur. Jökulsá hefur runnið í honum frá því fyrir miðja 20. öld en var farin að móta þennan stokk á seinni hluta 19. aldar. Yfir ána var byggð brú árið 1967 (1. mynd). Ýmislegt hefur verið sagt um Jökulsá og Jökuls- árlón í rituðu máli en hér er einungis tíundað fræði- legt efni sem hefur birtst á síðustu áratugum. Af því skal nefna Price og Howarth (1970), Price (1982), Boulton, Harris og Jarvis (1982), Halínu Bogadóttur o.fl. (1986), Boulton, Thors og Jarvis (1988), Skúla Víkingsson (1991), Helga Björnsson, Finn Pálsson og Magnús Tuma Guðmundsson (1992), Flosa Björns- son (1993, 1996, 1998), Helga Björnsson (1996, 1998, 2009), Helga Björnsson, Finn Pálsson og Eyj- ólf Magnússon (1999), Evans og Twigg (2000, 2002), Helga Björnsson, Finn Pálsson og Sverri Guðmunds- son (2001), Helga Björnsson o.fl. (2003), Helga Jó- hannesson, Sigurð Sigurðarson og Gísla Viggósson (2005), Nick, van der Kwast, og Oerlemans (2007), Guérin o.fl. (2010), Schomacker (2010), Helgu Luciu Bergsdóttir (2012), Boeckel (2015), Sindra S. Jónsson (2016), Snævarr Guðmundsson og Helga Björnsson (2016), Snævarr Guðmundsson, Helga Björnsson og Finn Pálsson (2017) og Snævarr Guðmundsson o.fl. (2020). Í þessum greinum og bókum er framvindu breytinga á Breiðamerkurjökli, framhlaupum, Breiða- merkursandi, Jökulsárlóni og Jökulsá gerð ýmis skil. Hér verður fjallað um kort af misgömlum farvegum Jökulsár á Breiðamerkursandi, frá síðustu öldum. Þegar litast er um blasa við þurrir farvegir beggja vegna árinnar sem eru vitnisburður um að hún flæmd- ist um aurana, eins og títt er um jökulár. Þær bera með sér framburðarset, og þegar vatnsstraumurinn veikist fellur það til botns. Setið hleður undir þær JÖKULL No. 70, 2020 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.