Jökull


Jökull - 01.01.2020, Síða 129

Jökull - 01.01.2020, Síða 129
Snævarr Guðmundsson og Helgi Björnsson ir Breiðamerkurjökul sem á öldum áður mun hafa kostað mörg mannslíf. 1929 – Sverfur úr að austanverðu en lítill hluti hennar er í núverandi farvegi (Flosi Björnsson 1993). Ekki löngu eftir þetta taka að myndast smálón við Breiðamerkurjökul (sjá 1930), slík lón geta dregið úr aurburðarmætti árinnar og setflutningur til sjávar minnkar. 1930–1938 – Jökulsá færir sig vestur í núverandi farveg, sem hún tók síðan að grafa sig niður í. Hluti árinnar rann enn í ál sem er um 200–300 m aust- an við núverandi farveg og sést enn (Flosi Björnsson 1993). Jökullinn gekk fram á fremstu ölduna 1930– 1933. Upp úr 1933 fór lón að myndast á þessu svæði og við það kemur stöðugleiki á Jökulsá og útfall henn- ar. Austan í Esjufjallarönd var sporðlón um 1930, for- veri Jökulsárlóns. Lónstæðið er innan við fremstu jök- ulgarðana, vestan við Jökulsá. Á ljósmynd sem Em- my Todtman tók árið 1931 frá Nýgræðnahúsinu sést í hreint jökulstál þar sem að lónið var. Yfirborðshæð þess var í um 14–16 m hæð og dýpt ∼10 m. Þegar jökullinn hopaði þvarr vatnið smám saman og sam- einaðist Jökulsárlóni, sem þá var tekið að myndast. 1945 – Jökulsá í núverandi farvegi og hluti árinnar rann enn í eystri álnum (AMS 1951). 1954 – Jökulsá að öllu leyti í núverandi farvegi (Landmælingar Íslands 1954). SAMANTEKT Þegar Breiðamerkurjökull gekk fram áleiðis til sjávar á litlu ísöld, þ.e. köldu tímabili sem stóð frá ∼1250 til loka 19. aldar, mynduðust tiltölulega flatar aurkeilur framan við jökulinn af framburðarseti Jök- ulsár og Breiðár og færði m.a. ströndina og ósa Jök- ulsár fram um meira en einn km, ef miðað er við strandlengjuna frá 1813. Hægt er að sjá þessar aur- keilur á Breiðamerkursandi, þótt flatar séu (2. mynd). Á meðan jökullinn gekk fram flæmdist áin um, oft breið eða í mismörgum kvíslum en lagðist sjaldnast í farvegi annað en tímabundið. Einnig átti áin til að koma undan jöklinum á nýjum stöðum. Á nítjándu öld skipti áin nokkrum sinnum um útfall og a.m.k. tvíveg- is á fyrri hluta 20. aldar. Lægð myndaðist af völdum árinnar þar sem að hún að lokum gróf sig í núverandi farveg. Áin skorðaðist þó ekki þar fyrr en að jökulinn var farinn að hopa og lón að myndast. Á Breiðamerkursandi, í grennd við Jökulsá sjást enn nokkrir árfarvegir sem bera þessari framvindu vitni. Skýrustu dæmin eru í lægðinni, sem núverandi farvegur er í. Þar marka árbakkar og vatnslaus stokk- ur farvegi frá fyrstu áratugum 20. aldar. Jafnframt er fjöldi jökulkerja líkast til ummerki um stórhlaupið í Jökulsá árið 1927. Árbakkar og farvegir sem eru um 0,7–1,5 km vestan við brúna mynduðust á 19. öld og fyrsta áratug 20. aldar. Þeir birtast fram undan jökul- görðunum (öldunum) framan við Jökulsárlón og vitna um að farvegirnir voru virkir áður en jökulgarðarn- ir tóku að myndast. Um tvo km austan við núver- andi útfall Jökulsár sjást einnig ummerki um þegar áin hljóp út undan sér í farveg Stemmu, m.a. jökul- ker. Það gerðist árið 1912 og 1921. Í báðum tilvikum tengist það óróleika í jöklinum næst Esjufjallarönd, en áin kom oftast nær fram undan honum í grennd við röndina. Vegna umtalsverðs strandrofs á 20. öld og hættu á að landræman á milli sjávar og Jökulsárlóns skerðist hófst Vegagerðin handa, í samstarfi við Siglingamála- stofnun, að verja ströndina við Jökulsá. Á árunum eftir 2003 voru bakkar farvegsins styrktir sérstaklega með grjóti og varnargarðar byggðir við ósinn. Tals- vert fyrr var farið að bjóða út þjónustu við lónið fyrir ferðamenn. Á síðustu árum hefur fjöldi ferðamanna við Jökulsárlón margfaldast frá því sem áður var. Tals- vert rask og álag hefur fylgt útrás þeirrar athafnasemi í fyrrum farvegum árinnar. Bakkar hinna þurru farvega, ekki síst í lægðinni sem Jökulsá rennur eftir, eru einstakar minjar um landmyndun og landmótun jökulvatna almennt. Síð- ast en ekki síst eru þeir eini vitnisburður um sögu Jök- ulsár á Breiðamerkursandi síðastliðin 200 ár a.m.k. Þessar staðreyndir ættu að vera hvati til þess að forða þeim frá frekari spjöllum og skemmdum svo hægt verði að kynna gestum við Jökulsárlón sögu Jökulsár á Breiðamerkursandi. Sú saga er í samhljómi við þá kraftmiklu mótun Breiðamerkurjökuls og svipmiklu landbreytingar sem eiga sér nú stað við Jökulsárlón. Þessi samantekt og kortlagning á farvegum Jök- ulsár á Breiðamerkursandi var fyrst gerð árið 2017 í ljósi deiliskipulagsbreytinga við Jökulsárlón, sem 126 JÖKULL No. 70, 2020
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.