Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Síða 29

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Síða 29
Við Tyrfingur kynntumst í Listaháskóla Íslands fyrir röskum áratug, bekkjarfélagar í námi sem þá kallaðist Fræði og framkvæmd, nú Sviðshöfundabraut. Skömmu eftir að við hittumst spurði hann mig: „Ertu ekki örugglega lessa?“ Tyrfingur orðar hlutina umbúðarlaust en til að gæta sanngirni þá var ég í vesti með einstaklega ljótt brúnt bindi. Við urðum strax vinir. Leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson þarf varla að kynna fyrir Íslendingum. Stundum kallaður enfant terrible íslenska leikhússins en sjálfur talar hann um sig sem kynvilling og „mikla persónu“. Leikrit hans stuða áhorfendur en vekja þá líka til að íhuga og endurmeta lífið og lífsgildin, fá okkur til að hlæja og gráta (stundum gráta af hlátri). Tyrfingur skrifar um fólk á jaðrinum, fólk sem hefur ýmist hrakist þangað af eigin völdum eða annarra, en hann fyrirlítur það ekki, heldur rannsakar hvers vegna fór sem fór. Persónurnar eru breyskar, meingallaðar og oftar en ekki hinsegin. Áhorfendur heillast af þeim því þessar manneskjur heilla og segja á sína vísu dagsatt frá. Fyrr í sumar hreppti Tyrfingur Íslensku sviðslistaverðlaunin - Grímuna fyrir besta leikrit leikársins, og það í annað sinn. Sjö ævintýri um skömm var tilnefnt til tólf verðlauna og vann sex þeirra. Sýningin var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 1. apríl síðastliðinn, vissulega viðeigandi dagsetning, gekk þar fyrir fullu húsi og fer aftur á svið í haust. Leikritið fjallar um ævintýri áfalla, mæjónes og aldraðar kanamellur sem geymast svo vel í vodka. Verkið markar glæsileg tímamót á ferli leikskálds sem starfað hefur óslitið í áratug, en alltaf skal hann vera kallaður „ungskáld“ þótt orðinn sé 35 ára gamall. Á þeim tímamótum er við hæfi að líta yfir farinn veg og rýna í leikrit hans. Bláskjár Valter: (hægt) Bíddu, bíddu, bíddu, bíddu, bíddu, bíddu, bíddu – hold the phone! Smáratorg? Er það ekki staðurinn þar sem gamlir hommar koma til að deyja? Ella: (hratt) Nei, það er Kanarí. Smáratorg er bara mjög smart restaurant. Hamborgari með kínakáli, franskar og Tab og … klaki. Svona 390 krónur. Valter: Já. Ókei. Var gaman? Ella: Valter, þetta var ótrúlegt. Fyrsta leikrit Tyrfings í fullri lengd var Bláskjár, sviðsett í Borgarleikhúsinu árið 2014 í samstarfi við Óskabörn ógæfunnar, leikstjóri var Vignir Rafn Valþórsson. Leikritið gerist í kjallara í Kópavogi, bæjarfélagi sem kemur iðulega fyrir í leikritum hans enda sjálfur ættaður þaðan. Í kjallaranum kúldrast tvö systkini, Valter og Ella, lokuð inni árum saman af föður sínum sem andast í upphafi leiks. Yngsti sonurinn og óskabarnið Eiríkur snýr aftur til að skipuleggja jarðarförina og moka þessu þrotaða pari út úr húsinu. Það reynist þrautin þyngri. Tíminn virðist afstæður í leikritinu, persónur rifja upp gamla tíma, endurtaka sig í sífellu og segjast ætla að gera eitt og annað án þess að nokkuð gerist. Valter er í stöðugri leit að ástinni með hjálp internetsins en draumur hans um bátsferð með miðaldra og örlítið bústnum leigubílstjóra rætist ekki. Bláskjár var gefið út á bók eins og öll leikrit Tyrfings en þau hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, þar á meðal frönsku, ítölsku og pólsku. Hægt er að sjá leiklestur á Bláskjá á YouTube-síðu Borgarleikhússins sem var fluttur í beinni útsendingu á vormánuðum 2020. Leikritið var einnig flutt á frönsku á einni virtustu leiklistarhátíð í Evrópu í Avignon 2018. Auglýsing ársins Dóttirin: (grípur fram í) Ef ég mætti aðeins. Sko, með þessar sögur þínar. Og með svona karla eins og þig. Þið dáist að sögunum ykkar, þær eru svo snjallar og fyndnar og það er mjög fallegt. En við hin verðum eins og fangar sem hafa ekki framið neinn glæp. Við engjumst af tómleika og viðbjóði … og veistu hvað er verst? Ekki hversu óviðeigandi sögurnar eru alltaf og alls staðar, heldur að maður veit aldrei hversu langar þær verða. Er þetta skrýtla sem tekur eina mínútu? Eða liggur öll þín ævi til grundvallar, skilurðu mig? Hversu lengi þarf ég að hlusta á þig? Þú gerir hlé á lífi mínu. Í kjölfarið var Tyrfingur útnefndur Leikskáld Borgarleikhússins þar sem hann starfaði næstu misserin og sat auk þess í verkefnavalsnefnd leikhússins. Auglýsing ársins var afraksturinn og rataði á svið í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar árið 2016. Leikritið gerist á rykfallinni auglýsingastofu sem má muna fífil sinn fegri. Eitruð karlmennska, leikkona í klandri og smáar kleinur koma við sögu. Það má með sanni segja að Auglýsing ársins sé eitt umdeildasta verk Tyrfings enda gengu áhorfendur gjarnan út af sýningunni í fússi. Fólki misbauð til dæmis langar og undarlegar kynlífssenur Leikkonunnar og konu hennar, Maríu. En Tyrfingur sá við því og sjálfur Tennessee Williams leit við í leikritinu til að leggja blessun sína yfir herlegheitin. Hinseginleikinn ólgar nefnilega í öllum leikritum Tyrfings. Tilraunir með formið eru fasti í verkum hans en öll eru þau ólík þegar kemur að byggingu og framsetningu. Aftur á móti er textinn meitlaður og lifandi. Hann er krefjandi, bæði fyrir áhorfendur og leikara, enda fer ekki á milli mála að Tyrfingur skrifar fyrir leikara, hann skrifar fyrir leiksvið. Kristín Þóra Haraldsdóttir vann Grímuna fyrir frammistöðu sína í hlutverki Maríu, en bæði hún og Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem lék Leikkonuna áttu síðar eftir að koma rækilega við sögu í sýningu á öðru verki leikskáldsins. Kartöfluæturnar Lísa: En hvað með frúna? Brúna: Við segjum Möggu ekkert frá því? Lísa: Núnú, konan þín má ekki vita að þú ert að fara til besta læknisins í Mjóddinni. Þú ert að fela þetta. Þessi lessuklessa þarna, veistu það, Brúna, ég hef mínar efasemdir um þetta samband … Brúna: (grípur fram í) Þú malar svona eins og karl í heitum potti … Að lokinni dvöl á auglýsingastofunni, eftir að Leikkonan hefur kastað sér nokkrum sinnum ofan úr glerturninum lá leiðin aftur í Kópavog árið 2017, enda falla víst öll vötn í skítalækinn þar í bæ. Kartöfluæturnar dregur nafn sitt af málverkinu De Aardappeleters eftir Vincent van Gogh. Ólafur Egill Egilsson leikstýrði sýningunni sem fjallar um fjölskylduuppgjör og gömul leyndarmál. Eins og í flestum leikritum Tyrfings má finna hinsegin persónur í verkinu, en sagan hverfist ekki um kynhneigð þeirra heldur er hún eðlilegur hluti daglegs lífs. Brúna, leikin af Eddu Björgu Eyjólfsdóttur, er bara þessi venjulegi lesbíski strætóbílstjóri sem eyðir töluverðum tíma í Mjóddinni og á í vonlausum samskiptum við móður sína, sem Sigrún Edda Björnsdóttir gæddi lífi. Brúna er dæmigerður karakter úr ranni Tyrfings. Leikrit hans eru nefnilega rammpólitísk án þess að hafa hátt um það, hið persónulega er pólitískt án þess að vera leiðinlegt, án þess að skáldið freistist til að messa yfir leikhúsgestum. Helgi Þór rofnar Helgi Þór: Maður er samt alltaf barn innan um foreldra sína. Hann hefði átt að laga sambandið. Katrín: Ég var svo feitt barn, hélt að þess vegna nennti hann mér ekki, en það var ekkert út af því … 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.