Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 75

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 75
Áminning um söguna Mennirnir með bleika þríhyrninginn endurútgefin Flest þekkjum við bleika þríhyrninginn úr táknheimi hinsegin menningar þó að ekki allir þekki uppruna þessa tákns. Nasistar notuðu bleikan þríhyrning til að merkja fanga sem dæmdir höfðu verið fyrir samkynhneigð. Árið 1972 kom út fyrsta endurminningabókin þar sem samkynhneigður maður steig fram og lýsti þessari reynslu. Bókin um mennina með bleiku þríhyrningana kom fyrst út á Íslandi árið 2013 en hefur verið uppseld í áraraðir. Hún kemur nú út í nýrri útgáfu. Blað Hinsegin daga fékk þýðandann Guðjón Ragnar Jónasson, kápuhönnuðinn Elías Rúna og sagnfræðinginn Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur, sem ritar eftirmála, í spjall um bókina. Hvað kom til að þessi bók var fyrst gefin út árið 2013 og svo endurútgefin tæpum áratugi síðar? Guðjón: Ég byrjaði að þýða þessa bók þegar ég dvaldi á sumrin í Berlín og fékk aðstoð góðra vina við að ganga frá verkinu. Bókin seldist upp í fyllingu tímans og nokkrir skólar vildu nota bókina til kennslu. Ég hef orðið var við að bókin er lesin, hún sem sagt lifir og er klassík. Þess vegna var mjög ánægjulegt að Sögufélagið hafði áhuga á gefa þessa bók út. Á saga mannanna með bleiku þríhyrningana enn þá erindi við okkur í dag? Guðjón: Hún á það vissulega. Við þurfum að minna okkur á söguna, við sjáum hvað er að gerast núna í heiminum. Við þurfum að minna á okkur hana því baráttan hættir aldrei. Þessi bók minnir okkur á að halda vöku okkar. Elías: Þessi bók á tvímælalaust erindi við okkur í dag. Það er svo sorglega lítið til af heimildum um hinsegin sögu. Hver frásögn er dýrmæt og hjálpar okkur að skilja hvað við erum komin langt, hvað það er margt óunnið og hversu mikilvægt er að halda baráttunni alltaf áfram. Manni líður eins og það sé svo langt síðan þessir atburðir áttu sér stað en það eru ekki einu sinni liðin 100 ár. Það er mikilvægt að þekkja þessa sögu og halda henni á lofti til að láta hana ekki endurtaka sig. Hafdís: Hiklaust. Skipulögð og kerfisbundin fjöldamorð eru það ljótasta sem að mannskepnan tekur sér fyrir hendur og stundum þurfum við að þora að horfast í augu við slík svarthol mannlegrar tilveru. Hún sýnir okkur svart á hvítu að fordómar eru dauðans alvara. Hvað var það sem heillaði þig við bókina þegar þú last hana fyrst? Guðjón: Bókin opnaði mér heim sem mér var ekki kunnur. Ég las bókina í Berlín en í fríum les ég mikið og rakst á þessa bók í hinsegin bókabúð í Berlín. Ég kláraði bókina á einum eftirmiðdegi. Ég ákvað strax að þessi bók ætti erindi við íslenska lesendur og hana ætlaði ég að kynna. Elías: Það sem heillaði mig mest var einlægnin og hinn einbeitti vilji til að segja frá grimmdinni og þjáningunum án þess að draga nokkuð undan – til þess eins að sagan myndi ekki hverfa og gleymast. Það hefur án efa tekið á að rifja upp og segja þessa sögu og hún er sögð fyrir okkur sem á eftir komum og það er okkar að halda minningu þessa fólks á lofti. Hafdís: Um leið og ég opnaði bókina sogaðist ég með Jósef og öllum hinum inn í hinn ömurlega heim fangabúðanna og líkt og Guðjón las ég bókina í einum rykk. En það sem heillar mig mest er í rauninni það sem gerist eftir að sögunni lýkur. Alger þögn ríkti um tilvist mannanna með bleiku þríhyrninganna en Jósef rauf þögnina og þar með urðu vatnaskil í söguvitund hinsegin fólks. Þetta er bók sem breytir manni. Reminder of history Interview with Guðjón Ragnar Jónasson, translator, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, historian, and Elías Rúni, cover designer about the new edition of the Icelandic translation of The Men with the Pink Triangle. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.