Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 13

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 13
Ungmennaráð Ungmennaráð Hinsegin daga var stofnað vorið 2022. Tilgangurinn með stofnun þess er að leyfa ungu fólki á aldrinum 13-25 ára að taka virkan þátt í mótun og skipulagningu dagskrár fyrir þennan aldurshóp á Hinsegin dögum í Reykjavík. Eftirspurn eftir ráðgjöf og félagslegum tækifærum fyrir hinsegin ungmenni hefur stóraukist síðustu ár og mæta t.d. rúmlega eitt hundrað einstaklingar á aldrinum 13-18 ára í hinsegin félagsmiðstöð í Reykjavík í hverri viku. Ekki hefur verið margt í boði fyrir ungt fólk á Hinsegin dögum en það stendur heldur betur til bóta. Í Pride vikunni verða fjölmargir skemmti- og fræðsluviðburðir ætlaðir þessum aldurshópi. Starfsemi ungmennaráðsins gefur áhugasömu ungu fólki kost á því að koma með hugmyndir að viðburðum og leiðum til að auka sýnileika ungs hinsegin fólks á Hinsegin dögum. Ráðið mótar hugmyndirnar og fær í lið með sér önnur ungmenni til að aðstoða við framkvæmd viðburða. Ungmennaráð vinnur í nánu samstarfi við stjórn Hinsegin daga í Reykjavík. Í ráðinu eru níu frábærir einstaklingar sem hafa verið að skipuleggja dagskrá á Hinsegin dögum. Rætt var við nokkra þeirra og eru öll sammála um mikilvægi þess að vera með ungmennaráð sem tengist Hinsegin dögum. 1. Af hverju ákvaðst þú að vera með í ungmennaráði Hinsegin daga? Sigur: Mér finnst mikilvægt að ungt hinsegin fólk fái líka að njóta daganna eins og eldri kynslóðin og mér finnst mikilvægt að hjálpa því ég fékk það ekki þegar ég var yngri. Freyja: Eftir að ég var í Hinsegin götuleikhúsinu á síðasta ári VARÐ ég að taka þátt í Hinsegin dögum aftur á þessu ári. Alexander: Mig langaði að hjálpa til við að plana viðburði fyrir hinsegin ungmenni. Snæfríður: Ég vildi hafa áhrif og fannst þetta góð hugmynd. 2. Finnst þér mikilvægt að ungmennaráð Hinsegin daga sé til og haldi áfram? Sigur: Já!! Hundrað prósent mikilvægt. Ekki bara gefur þetta ungu fólki tækifæri til að njóta hátíðarinnar heldur kennir þeim í ráðinu að vinna sjálfstætt. Freyja: Já það er mjög mikilvægt. Ungt hinsegin fólk á skilið að fá eitthvað svona skemmtilegt að gera í hinsegin vikunni og fá einhvers konar rödd. Alexander: Mér finnst mikilvægt að ungmennaráðið sé til af því að þá fá ungmenni að hafa áhrif á dagskrá sem gerir hinsegin ungmenni sýnilegri. Snæfríður: Mér finnst þetta mjög mikilvægt vegna þess að við fáum að hafa áhrif og gera dagskrána betri. Ég vil endilega að þetta haldi áfram. 3. Hvað f innst þér skemmtilegast við þátttökuna í þessu starf i? Sigur: Að kynnast nýju fólki og sjá allar frábæru hugmyndirnar sem koma fram. Freyja: Að fá að koma með hugmyndir að alls konar uppákomum og skemmtilegum hlutum sem fólk fær að gera. Alexander: Að fá að láta hugmyndir okkar blómstra. Að hjálpast að við að gera hugmyndirnar að veruleika. Snæfríður: Mér finnst krakkarnir skemmtilegastir en líka að fá að plana skemmtilega hluti. 4. Hvað hlakkar þú mest til að gera á Hinsegin dögum í ágúst? Sigur: Til dragkvöldins, tónleikanna í húsi Máls og menningar og til göngunnar sjálfrar. Freyja: <3 Alexander: Ég hlakka til að taka þátt í sem flestu sem ungmennaráðið hefur verið að plana. Ég hlakka mikið til að taka þátt í ApocalypsticK og koma þar fram í dragi. Svo auðvitað hlakka ég mikið til Gleðigöngunnar. Snæfríður: Ég hlakka mest til sundlaugarpartýs. Ég held að það verði ÆÐI! Reykjavík Pride youth council Reykjavík Pride youth council was established in the spring of 2022. The need for a more youth inclusive Pride has become apparent, with around 100 teens showing up for a queer youth center every week during the winter. The youth council plans the teen centred events, both educational and entertainment, in cooperation with the board of Reykjavík Pride. Some of the teen events are a drag night, pool party and a concert. sími 551-2344 tapas.is Spánn er handan við hornið SJÁUMST Á TAPASBARNUM gleðilega hátíð! 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.