Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 70

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 70
hvernig. Það er mitt val að fara á sviðið og þessi reynsla er mjög valdeflandi. Á sviðinu er ég búin að taka völdin af samfélaginu, ég er búin að taka í burtu þau höft sem samfélagið reynir að setja á mig, brýt upp normið. Þetta vald sem ég tek mér skilar sér sem ákveðin uppreisn út í sal til áhorfenda sem fagna því með mér sem er náttúrulega fáránlega skemmtilegt. Þetta er sjúklega ávanabindandi sport sko. En þó ég tali svona ögn formlega um þetta þá er þetta líka bara tækifæri til þess að leika sér og fíflast, skemmta fólki og fá það til að hlæja og gleðjast yfir fáránleika mannslíkamans. Burlesk hefur bæði kennt mér og veitt mér tækifæri til að elska einmitt það sem gerir mig öðruvísi. Því myndi ég eiginlega segja að atriðin mín séu eins og mín einkahinseginganga sem ég fæ að sýna oft, oft á ári!!! Elskum það sem gerir okkur öðruvísi, elskaðu að það getur enginn verið nákvæmlega eins og þú, verum sýnileg og fögnum fjölbreytileikanum á sem fjölbreyttastan hátt. Er burlesk eitthvað sem allir geta gert? Já, ábyggilega ef fólk langar til þess á annað borð. Það er nefnilega líka alveg hægt að hafa ánægju af því að fara bara í burelsk kennslutíma. Það þarf ekkert endilega að fara á svið til þess að hafa gaman af þessu. Ég var til dæmis með svona vinnustofu í burlesk á Reykjavík Fringe festival í júlí sem var sérstaklega ætluð fyrir hinsegin fólk þó auðvitað væru allir velkomnir og ætla svo að halda annað núna á Hinsegin dögum. Þetta er sem sagt klukkutíma burlesk-kennsla þar sem fjallað er um burlesk út frá hinsegin sjónarhorni. Kannski er best að taka það fram líka að það þarf ekkert að óttast, það verða engin föt látin falla. Ég kenni nokkrar grunnhreyfingar og við pælum saman í mismunandi tjáningu á kyni, kynhneigð og kynþokka. Þetta verður haldið í hinu ofurkósí Kramhúsi sem er fullkomið til þess að prófa að stíga út fyrir þægindarammann og láta sitt einstaka ljós skína. En fyrst og fremst á þetta að vera skemmtilegt og létt partý með dansi, fjöðrum og smá búbblum líka. Viðburðurinn er partur af utandagskrá Hinsegin daga. Loving is what makes us different. Interview with Vice Versa about queer burlesque as artform and self-expression. „ÞÁ ER ÞETTA LÍKA BARA TÆKIFÆRI TIL ÞESS AÐ LEIKA SÉR OG FÍFLAST, SKEMMTA FÓLKI OG FÁ ÞAÐ TIL AÐ HLÆJA OG GLEÐJAST YFIR FÁRÁNLEIKA MANNSLÍKAMANS“ 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.