Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 35

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 35
gagnkynhneigðra karla og kvenna og butch-menning vegsama toxíska karlmennsku. Öðru baráttufólki fannst ennfremur tilvist butch-kvenna og annarra slíkra „vandræðagemsa“ í samfélaginu óheppileg staðreynd. Butch-konur stuðluðu, var þankagangurinn, að ofsóknum og jaðarsetningu hinsegin fólks með sinni óhefðbundnu kyntjáningu, að vera svona augljóslega öðruvísi. Svipuð rök voru notuð meðal homma til að draga úr kvenlegum karlmönnum á sama tíma. Ein fyrstu samtök lesbía, Daughters of Bilitis, stofnuð í San Francisco 1955, litu butch-konur sannarlega hornauga. Dæturnar bönnuðu konum lengi að mæta á fundi væru þær í karlmannsbuxum — máttu bara mæta í buxum væru þeir augljóslega með kvensniði. Konur sem tóku þátt í starfi samtakanna á fyrstu árum þess hafa svo síðar meir minnst þess að pressa hafi verið á „karlmannlegar lesbíur“ að taka upp kvenlegri klæðaburð og siði. Barbara Gittings, formaður Daughters of Bilitis í New York 1958-1963, minntist eins lýsandi atviks í viðtali við Jonathan Katz 1974: „Það var á einni af fyrstu ráðstefnum Daughters of Bilitis þar sem að kona, sem hafði lifað svo gott sem klæðskiptingur mestan part lífs síns, var sannfærð um, til að komast á ráðstefnuna, að fara í kvenmannsföt, að gera sig eins „kvenlega“’- og hún gæti, miðað við að kvenmannsföt voru henni algjörlega framandi,“ sagði Gittings. „Allar fögnuðu þessu eins og miklum sigri hefði verið náð við að „endurkvengera“ þessa konu. Í dag myndi okkur hrylla við hverjum þeim sem þætti svona evangelismi hafa einhvern réttmætan tilgang. En ég man að ég tók þátt í fögnuðinum.“ „Butch-hvarfið“ mikla Eftir nokkra eyðimerkurgöngu fór orðið butch og butch-týpur að verða fyrirferðarmeiri á ný í lesbískri umræðu upp úr 1990. Útkoma Stone Butch Blues árið 1993 kveikti áhuga margra á þessu fyrirbæri og sögu þess. Í ágúst sama ár var kanadíska tónlistarkonan k.d. lang á forsíðu Vanity Fair í jakkafötum með léttklæddri Cindy Crawford í ágúst 1993 og hefur vafalaust kveikt í nokkrum hjörtum. Nýjar undirtegundir eins og „soft butch“ litu dagsins ljós — og butch-staðalímynd dagsins í dag varð niðurnelgd;flannelskyrtan, verkfærin og töffarastælarnir. Þótt aldrei hafi verið meira af allskonar hinsegin fólki allstaðar af litrófinu á sjónvarpsskjánum en um þessar mundir eru butch-konur þar enn ekki sérlega áberandi. Það þótti altjént fréttaefni þegar Rosie O’Donnell fékk hlutverk í annarri seríu The L Word: Generation Q — eftir sjö seríur af ævintýrum hinsegin kvenna í Los Angeles birtist á skjánum loksins eitthvað sem líktist butch-lesbíu. sína voru að sjálfsögðu ekki að finna upp karlmannlega kyntjáningu kvenna heldur bjuggu að áratugalangri sögu karlmannlegra lesbía, klæðskiptinga, dragkónga, og kynusla og hverskyns hinseginleika í leik og starfi. Til eru eldri hugtök sem notuð hafa verið um karlmannlegar hinsegin konur, eins og hið enska „bull dyke“. En það var eitthvað við „butch“ sem féll í kramið og það varð fljótt ekki bara orð, heldur að menningu og samfélagi, fagurfræði og pólitískri yfirlýsingu. Butch í verksmiðjunni Höfuðrit butch-menningarinnar er án efa Stone Butch Blues, sjálfsævisöguleg skáldsaga Leslie Feinberg frá 1993. Í bókinni segir frá uppvexti ungrar samkynhneigðrar konu af verkamannastétt í New York-ríki og ferðalagi hennar í samfélagi hinsegin fólks. Ekki er farið leynt með að bókin er að stórum hluta byggð á lífshlaupi Feinberg. Og lífsbaráttan er hörð: Söguhetjan, Jess, er ung send á geðveikrahæli af foreldrum sínum vegna óhefðbundinnar, karlmannlegrar kyntjáningar, og ofsótt og niðurlægð af flestum í nærumhverfi sínu. Hún kynnist svo samfélagi hinsegin kvenna sem verður hennar lífsbjörg. Harðgerar verkamannalesbíur sem kenna henni að ganga í jakkafötum og hnýta bindishnút, heilla femme-konurnar, þær „kvenlegu“, á börunum og berjast og lifa af þegar lögreglan ræðst inn á barina, aftur og aftur, með ofstopa og ofbeldi. Eins og þegar Jess er send í fyrsta sinn að reyna við konu eina á barnum: „Á föstudagskvöldið kýldu butch- konurnar mig í axlirnar, klöppuðu mér á bakið, löguðu hjá mér bindið og sendu mig á borðið [til Monique].“ Samfélagið í bókinni er mjög tvískipt. Konur eru annaðhvort butch eða femme, karlmannlegar eða kvenlegar, og samböndin öll eftir þeim línum, ein er butch og hin er femme. Butch-konurnar vinna karlmannsstörf í verksmiðjunum og femme-kærustur þeirra hlúa að þeim þegar þær koma þreyttar heim í lok vinnudags. Karlmannsbuxur bannaðar! Meðfram sigrum í réttindabaráttu hinsegin kvenna og uppgangi lesbísks femínisma á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar varð butch að umdeildu fyrirbæri. Einhverjum þótti butch/ femme-sambönd bara vera að „apa eftir“ hefðbundnum samböndum Gladys Bentley, vinsæll dragkóngur í Harlem á fjórða áratug 20. aldar. Greinarhöfundur í flannelskyrtu, 2022. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.