Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 68
AÐ ELSKA ÞAÐ SEM
GERIR OKKUR
ÖÐRUVÍSI
VIÐTAL VIÐ VICE VERSA UM
HINSEGIN BURLESK
Brynhildur Björnsdóttir og Margrét Ása Jóhannsdóttir
Þó að burlesk-stjarnan Vice Versa sé enn
ung að árum, rétt að verða þriggja ára, þá
hefur hún tekið sér bólfestu í ósköp
venjulegri miðaldra lesbíu sem heitir
Margrét. Og þó, kannski ekki alveg
venjulegri, þessi lesbía er andsetin og
heltekin af listformi sem nefnist burlesk.
Vice Versa steig fyrst fram á sjónarsviðið í
júní 2021 og hefur síðan þá komið fram í
ótal sýningum á hinum ýmsu stöðum í
Reykjavík og veit ekkert skemmtilegra en
að sveifla sínum löngu leggjum sem
víðast ... enda fullyrðir hún að leggirnir
séu þeir lengstu í bransanum.
Hvernig kemur burlesk-áhuginn til?
Fyrsta burlesk-sýningin sem ég fór á var
jólasýning hjá burlesk-hópnum Dömur
og herra í desember 2019. Eftir áramótin,
í janúar 2020, var ég búin að skrá mig á
burlesk-námskeið í Kramhúsinu hjá
Margréti Erlu Maack og í febrúar var ég
tilbúin með atriði sem ég sýndi í
einkapartýum. Síðan hef ég líka setið fullt
af burlesk-námskeiðum bæði í
Kramhúsinu og netnámskeiðum hjá
burlesk-listafólki frá New York á
faraldstímanum. Ég sem sagt kolféll fyrir
þessu listformi. Ég er náttúrulega bara
óþolandi og tala um lítið annað en það
sem tengist burlesk, eins og ég segi, er
algerlega heltekin, kærastan mín er mjög
þolinmóð. Ég hef alla tíð verið mikið
bæði í tónlist og myndlist en hef alltaf
verið mjög nýjungagjörn týpa og hef
lært á að minnsta kosti fjögur hljóðfæri
og farið á alls konar myndlistarnámskeið.
Burlesk er aftur á móti listform þar sem
tækifæri gefst til að sameina svo margar
listgreinar í einu atriði sem fer á svið. Ég
vissi til dæmis ekki að ég hefði svona
gaman af því að sauma og búa til
búninga.
68