Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 34
Endurreisn
butch-
lesbíunnar
Þegar ég var líklega fjórtán ára fór ég á
skólaball í Austurbæjarskóla. Það var í
sjálfu sér í frásögur færandi, ég var ekki
mikið félagsljón á þessum tíma. Annað
sem var talsvert óvenjulegra var að ég
keypti mér flík sérstaklega fyrir skólaballið
— stutt, rauðköflótt pils. Ég þóttist vera
pönkari þarna og taldi þetta pönklegan
klæðnað. En ég sá eftir fatavalinu um leið
og ég gekk inn á ballið — þótti óbærilegt
að vera meðal fólks í pilsi og endaði á því
að fela mig allt kvöldið, tók sannarlega
engan þátt í ballinu.
Ég skil ekki alveg hvað mér gekk til, því
fram að þessu hafði ég ekki farið í pils
eða kjól síðan ég var eitthvað um átta
ára gömul og tók æðiskast þegar ég
komst að því að það að fara með hlutverk
Soffíu frænku í Kardimommubænum í
skólaleikriti fylgdi að ég yrði að vera í kjól.
(Mig langaði líka meira að vera Kasper,
Jesper eða Jónatan.)
Allavega, frá þessu kvöldi í
Austurbæjarskóla hef ég aldrei farið í
hvorki pils né kjól, geng alltaf í buxum og
kaupi eiginlega eingöngu karlmannsföt.
Að klæða mig þannig hefur,
persónulega, veitt mér mikla ánægju. Ég
upplifi mig bæði sátta í eigin skinni og
fötum og svo eru auðvitað miklu betri
vasar á karlmannsbuxum.
Þrátt fyrir að hafa gengið í
karlmannsfötum í fjölda ára rak mig
þó í rogastans einhvern tímann fyrir
nokkrum árum þegar önnur manneskju
talaði um mig sem „butch“. Nei, varla er
ég þannig? Fyrir það fyrsta átti ég, þá,
ekki eina einustu flannelskyrtu (hef ráðið
bót á því síðan), ég er með hár niður fyrir
eyru og þó ég sé stolt af borvélinni minni
er ég í raun og veru ekkert sérstaklega
handlagin. En því meira sem ég hugsaði
út í þetta orð og sögu þess hefur það
orðið mér hugleiknara.
Slátrarar og harðjaxlar
Lesbíufræðingar hafa sett fram ýmsar
kenningar um uppruna enska orðsins
„butch“ en líklegast þykir að þetta sé
stytting á enska orðinu „butcher“ —
slátrari, bókstaflega, en sem slangur
notað í merkingunni „harðjaxl“ eða
„vandræðagemsi“, eitthvað slíkt, í byrjun
síðustu aldar.
Upphaflega hefur það verið notað í
niðrandi tilgangi um karlmannlegar
konur, en þær sem áttu að móðgast —
karlmannlegar hinsegin konur, voru
fljótar að grípa orðið á lofti og tileinka sér
það — á sjötta áratug síðustu aldar var
það orðið nokkuð algengt í máli kvenna
sem stunduðu lesbíusenurnar og -bari í
New York, San Francisco og víðar.
Konurnar sem tóku orðið upp á arma
Hvað er butch — og hvar?
Texti: Vera Illugadóttir
Gladys Bentley, vinsæll dragkóngur í Harlem á fjórða áratug 20. aldar.
34