Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 66

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 66
að ég væri enn með typpið mitt … og ég var með öll öppin stillt á konur þar sem ég laðast nánast eingöngu að konum. Þannig að það voru ekki einu sinni hvítu cis karlarnir sem við tölum svo oft um sem óvinina heldur íslensku hinsegin konurnar sem hröktu mig burt af þessum vettvangi.“ (Trans kona, Asía.) Það er hægt að gera betur Þótt það eigi ekki alltaf að vera á ábyrgð á þeirra sem verða fyrir fordómunum að kenna þeim sem eru í forréttindastöðu hvernig skal gera betur, komu upp margar tillögur að því hvernig hinsegin samfélagið gæti tekið sig á þegar kemur að málefnum útlendinga innan þeirra raða. „Þegar ég byrjaði að mæta á hinsegin viðburði var alltaf allt á íslensku, allar auglýsingar, allar ræður, bara allt. Núna er þetta orðið miklu betra. Mér finnst mjög gott þegar fólk spyr í upphafi viðburðs eða jafnvel bara í upphafi samtals hvort það sé einhver sem talar ekki íslensku eða vill frekar hafa þetta á ensku af einhverjum öðrum ástæðum. Það er oft gert en ekki alltaf og stundum þarf ég að vera pirrandi manneskjan sem réttir upp hönd eða grípur fram í og biður um að fólk tali á ensku svo við stöndum öll jafnfætis.“ (Trans maður, Evrópa.) „Mér finnst sorglegt að sjá að í forsvari fyrir öll stóru hinsegin samtökin, að Trans Ísland undanskildu, er bara hvítt íslenskt fólk. Ég er alls ekki að segja að þetta sé allt rasismi en þau sem velja í þessa hópa eða stöður eða hvað sem er þurfa samt virkilega að líta í eigin barm og skoða hvort þau séu, meðvitað eða ómeðvitað, að hafna öllum útlendingum og hleypa þeim ekki inn.“ (Trans maður, Bandaríkin.) Derek kallar eftir aukinni meðvitund þegar kemur að málefnum aðflutts hinsegin fólks og bendir á þann tvíþætta vanda sem hópurinn stendur frammi fyrir, að vera bæði hinsegin og aðflutt. Hann leggur sérstaka áherslu á hversu mikilvægt það sé að vera þessum hóp innan handar. „Úrræði fyrir þetta fólk vantar og það verður að breytast. Ég skora á ykkur í samfélaginu að koma betur til móts við okkur. Bjóðið upp á úrræði á okkar tungumálum. Virðið að við komum frá öðrum menningarheimum.“ Það er ekki alltaf þægilegt að taka við gagnrýni en þau óþægindi mega ekki byrgja okkur sýn þegar gagnrýnin á rétt á sér. Við verðum að gangast við þeim vandamálum sem aðflutt fólk glímir við á Íslandi og stíga skref til þess að leysa þau vandamál. Derek bendir líka á stef sem gjarnan má heyra þegar bent er á þær áskoranir sem blasa við fólki í hinum ýmsu minnihlutahópum. „Hættið að benda á bágar aðstæður í öðrum löndum í þeim tilgangi að brynja ykkur gegn réttmætri gagnrýni. Verið til staðar fyrir okkur öll og ekki velja hvaða útlendingar eiga það mest skilið. Hafið í huga að við erum öll ólík og erum meira en bara þjóðerni okkar eða kynþáttur.“ Stöndum saman Öll fimm, sem deildu frásögnum sínum höfðu skilaboð að færa til annara aðfluttra hinsegin einstaklinga á Íslandi. „Stattu með sjálfu þér og ekki leyfa neinum að komast upp með neitt rugl. Þú átt alveg jafn mikinn rétt á því að vera hér og þau, mundu það.“ (Trans kona, Asía.) „Verið hávær og stolt af því. Við erum mörg hér og okkur vantar ykkar rödd líka.“ (Lesbía, Evrópa.) „Það er svo margt frábært við að vera hinsegin á Íslandi, en það er líka margt sem má breytast. Vertu breytingin sem þú vilt sjá í samfélaginu, það gerist ekkert án þín.“ (Trans maður, Evrópa.) „Forréttindafólkið á ekki skilið að taka allt plássið alltaf, taktu líka pláss, taktu MIKIÐ pláss.“ (Trans maður, Bandaríkin.) „Alveg eins og þau njóta forréttinda nýtur þú forréttinda. Ekki gleyma vinum þínum sem hafa ekki sömu réttindi og þú. Ef við stöndum öll saman gengur þetta allt miklu betur. Saman getum við sigrað allt.“ (Hommi, Suður-Ameríka.) Það er Derek sem á lokaorðin. „Ef þig vantar vin er ég til staðar fyrir þig. Ég ímynda mér að þú sért stundum einmana enda eru fá sem skilja þig til fulls. Þótt ég geti heldur ekki þóst skilja þig fullkomlega er ég meðvitaður um það. Ég skil að ég skil þig ekki þó að við gætum átt nokkra hluti sameiginlega. Ég skal ekki draga ályktanir um þig og gera lítið úr upplifun þinni eins og sum gera. Ég skal vera til taks og styðja þig. Mig langar helst af öllu að þú sért bara þú sjálf/t/ur. Ég veit að þú getur það og allt hitt sem þú vilt gera í þínu lífi. Þú ert best/ur og þú skalt ekki gleyma því!“ 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.