Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 33

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Blaðsíða 33
sérfræðinga sem hamast við að úthrópa fólk sem andstæðinga málfrelsis og að þau séu að reyna að „slaufa“ fólki eða þagga niður í þeim. Ekki er langt í hinn klassíska frasa „má ekkert lengur?“ í slíkum umræðum. En málfrelsi þýðir ekki að fólk sé hafið yfir gagnrýni og er tal um slaufunarmenningu því oft á tíðum afskaplega þýðingarlítið. Oftar en ekki er um að ræða fólk sem neitar að viðurkenna að ákveðin orðræða sé fordómafull, þrátt fyrir að fólk sem tilheyrir viðeigandi hópi segi að hún sé það vissulega. Fólk sem er sagt vera fórnarlömb slaufunarmenningar á oft á tíðum ekki í miklum vandræðum með að koma skoðunum sínum á framfæri, enda eru þau oftar en ekki í öllum helstu fjölmiðlum síns lands eða jafnvel heims, þar sem skoðanir þeirra eru bornar á torg fyrir heiminn. Tal um slaufunarmenningu er því í besta falli afvegaleiðing þar sem öll athyglin er færð frá hópnum sem verður fyrir barðinu á henni og yfir áþað hversu mikið fórnarlamb viðkomandi einstaklingur er sem tjáði fordómafullar skoðanir sínar. Aðstæðum er því snúið í andhverfu sína þar sem gerendur eru gerðir að fórnarlömbum. Gagnrýni á skoðanir fólks, sér í lagi þegar þær eru fordómafullar, er mikilvægur liður í okkar lýðræði og málfrelsi. Það er mikilvægt að við sem samfélag fordæmum slíka orðræðu, enda hefur sagan kennt okkur að hatursorðræða og fordómar leiða til alvarlegri atburða og ofbeldis. Það að kynda undir hatri og mismunun snýst nefnilega ekkert um málfrelsi. Hatursfull orðræða sem niðurlægir og ræðst að hópum fólks eða á einstakling er ekkert annað en ofbeldi. Ef við leyfum slíkri orðræðu að standa óáreitt og án afleiðinga þá grasserar hún og leiðir til grófari fordóma, áreitis og jafnvel ofbeldis. Um leið og við leyfum henni að viðgangast, hvort sem er um að ræða greinar á netinu, fordómafulla orðræðu á Alþingi eða gelt út á götu, þá erum við að færa mörkin um hvað telst ásættanlegt og hvað ekki. Slíkt grefur ekki aðeins undan öryggi fólks í samfélaginu, heldur ógnar frelsi, lýðræði og friðhelgi fólks. Í mínum huga er það því mikilvægt að við tökum skýra afstöðu gegn hatursorðræðu, enda áhrif hennar augljós og sýnileg. Slík orðræða grefur undan réttindastöðu fólks, hefur áhrif á þeirra andlegu líðan og býr til hindranir í nærumhverfi þeirra. Það gerir þeim erfitt að fóta sig í samfélaginu af ótta við fordóma og áreiti. Ef við ætlum að skapa réttlátt, fallegt og öruggt samfélag þá verðum við að vera tilbúin að setja skýr mörk um hvað telst ásættanleg orðræða á opinberum vettvangi og ákveða hvernig við ætlum að bregðast við orðræðu sem elur á fjandsemi og andúð. Það hefur í raun aldrei verið mikilvægara en nú til að koma í veg fyrir ógnvænlega þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár víðsvegar um Evrópu. Við þurfum ekki að fara lengra en til Noregs þar sem hræðileg og ógnvekjandi skotárás átti sér stað á hinsegin bar í Osló — þar sem fólk var skotið fyrir það eitt að vera hinsegin. Slík voðaverk gerast ekki upp úr þurru og eru afleiðing hatursfullrar orðræðu og innrætingar sem hefur heltekið huga einstaklingsins sem framdi verkið. Við skulum ekki bíða eftir því að slíkt verði raunveruleikinn á Íslandi. Komum í veg fyrir það strax og berjumst öll sem eitt gegn því að hatursfull orðræða í garð hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa fái að viðgangast án afleiðinga. Baráttunni er svo sannarlega hvergi nærri lokið. The Power of Words This year the Icelandic queer community has faced multiple incidents of dehumanizing behaviour. Ugla Stefanía writes about the hateful speech that leads to these incidents. Hate speech against queer people has grown all over the word and Iceland is no exception where articles and interviews that undermine the fight for queer rights are published and the social media discourse is even worse. In Icelandic law, hate speech is any speech intended to mock, shame or threaten a person based on their gender or sexuality. Speaking up against hate speech often triggers shouts of “cancel culture” and “what about the right to free speech?” But the right to free speech does not give people the right to harass, and it is a part of our free speech to defend our humanity. If we want a beautiful, safe society we need to firmly draw the line on what is acceptable to say in public and how to handle hate speech. The fight is nowhere near over. Einnig hafa verið stofnuð „samtök“ að breskri fyrirmynd sem einblína á það að berjast gegn réttindum trans fólks, á sama tíma og ákveðinn flokkur sem er hægt og rólega að fjara út á þingi keppist við að flytja fordómafulla og afvegaleiðandi orðræðu inn á Alþingi og í opinberri umræðu. Hatursorðræða hefur því oft verið nefnd í þessu samhengi, enda um orðræðu að ræða sem ýtir undir fjandsemi og tortryggni í garð hinsegin fólks. En hvað er eiginlega hatursorðræða og hvernig virkar hún? Ekki er til nein algild skilgreining á hatursorðræðu en samkvæmt íslenskum lögum er það talið varða við lög að hæðast að, smána eða ógna fólki með ummælum eða tjáningu — þar með talið á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar. Það er afar sjaldgæft að fólk á Íslandi sé sakfellt fyrir hatursorðræðu en árið 2017 voru tveir karlmenn sakfelldir fyrir hatursorðræðu gegn hinsegin fólki eftir að Samtökin ‘78 kærðu mjög gróf og fordómafull ummæli þeirra. Ummælin féllu í tengslum við samning Hafnarfjarðarbæjar við Samtökin ‘78 um fræðslu í skólum, en þar lýstu þeir hinsegin fólki sem kynvillingum og barnaníðingum sem ætluðu sér að innræta ungum börnum með hinseginleika sínum. Hatursorðræða er slungin og getur verið erfitt að koma auga á hana ef þú þekkir ekki til hópsins sem um ræðir eða hefur ekki upplifað hana á eigin skinni. Oft á tíðum felur fólk einnig sín raunverulegu skilaboð með svokölluðum „hundaflautum“ þar sem fordómar og andúð eru klædd í búning áhyggja, öryggis og „skynsemi“. Þegar bent er á að ákveðin orðræða sé fordómafull eða jafnvel hatursorðræða þá er ekki langt í sjálfskipaða 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.