Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 16

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 16
Við erum Ungmennaráð Samtakanna ‘78 Við erum fulltrúar hinsegin ungmenna á Íslandi, sem þýðir að við sjáum um væntingar og þarfir yngri kynslóðarinnar. Ungmennaráðið var samþykkt í mars 2021, en við hófum ekki störf okkar fyrr en í janúar síðastliðnum. Í ráðið er valið með kosningum á vegum Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar í ágústmánuði. Þetta árið eru Sólbjartur Oddviti, Andreas Tinni, Teddy Coda Birna, Refur Leó, Sóley, Nóam Óli og Dagbjartur Jóhannsson í stjórn. Við viljum koma með ný, fersk sjónarmið inn í Samtökin og tala fyrir hönd ungmenna. Hæ! Í síbreytilegum heimi er stanslaus þörf á túlkun og tjáningu. Fólk er að koma út úr skápnum yngra en nokkur sinni fyrr og því er þörf á að bregðast við því með meiri stuðningi. Við viljum opnara samfélag og öruggari rými til að gera ungmennum kleift að sýna heiminum hver þau eru. Okkur finnst óþolandi að fólk, þá mestmegnis börn og unglingar, séu að gelta á hinsegin fólk og fólk sem passar ekki inn í þröngt box kynjatvíhyggjunnar. Ungt fólk virðist ekki átta sig á því hve skaðleg þessi hegðun getur verið. Það að gelta á hinsegin manneskju er ekki skaðlaust grín. Það að gelta á manneskju lítillækkar þolendur þess. Það gefur til kynna að þolandi sé ekki meira virði en hundur. Það að hinsegin manneskjur þurfi að forðast hluti/aðstæður, og að þau séu ekki örugg úti á götu er ekki í lagi. Jafnvel þótt hatur liggi ekki alltaf að baki þessari hegðun þá dregur það ekki úr skaðleika geltsins. Ungt fólk telur sig vera bara að taka þátt í skrítnu net-trendi en þetta eru hreinlega ekkert annað en fordómar. Það þarf að fræða ungt fólk um hversu skaðlegir fordómar geta verið. Það er sorglegt að árið 2022 þurfi hinsegin fólk enn að lifa við fordóma. Það að 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.