Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Side 70

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Side 70
hvernig. Það er mitt val að fara á sviðið og þessi reynsla er mjög valdeflandi. Á sviðinu er ég búin að taka völdin af samfélaginu, ég er búin að taka í burtu þau höft sem samfélagið reynir að setja á mig, brýt upp normið. Þetta vald sem ég tek mér skilar sér sem ákveðin uppreisn út í sal til áhorfenda sem fagna því með mér sem er náttúrulega fáránlega skemmtilegt. Þetta er sjúklega ávanabindandi sport sko. En þó ég tali svona ögn formlega um þetta þá er þetta líka bara tækifæri til þess að leika sér og fíflast, skemmta fólki og fá það til að hlæja og gleðjast yfir fáránleika mannslíkamans. Burlesk hefur bæði kennt mér og veitt mér tækifæri til að elska einmitt það sem gerir mig öðruvísi. Því myndi ég eiginlega segja að atriðin mín séu eins og mín einkahinseginganga sem ég fæ að sýna oft, oft á ári!!! Elskum það sem gerir okkur öðruvísi, elskaðu að það getur enginn verið nákvæmlega eins og þú, verum sýnileg og fögnum fjölbreytileikanum á sem fjölbreyttastan hátt. Er burlesk eitthvað sem allir geta gert? Já, ábyggilega ef fólk langar til þess á annað borð. Það er nefnilega líka alveg hægt að hafa ánægju af því að fara bara í burelsk kennslutíma. Það þarf ekkert endilega að fara á svið til þess að hafa gaman af þessu. Ég var til dæmis með svona vinnustofu í burlesk á Reykjavík Fringe festival í júlí sem var sérstaklega ætluð fyrir hinsegin fólk þó auðvitað væru allir velkomnir og ætla svo að halda annað núna á Hinsegin dögum. Þetta er sem sagt klukkutíma burlesk-kennsla þar sem fjallað er um burlesk út frá hinsegin sjónarhorni. Kannski er best að taka það fram líka að það þarf ekkert að óttast, það verða engin föt látin falla. Ég kenni nokkrar grunnhreyfingar og við pælum saman í mismunandi tjáningu á kyni, kynhneigð og kynþokka. Þetta verður haldið í hinu ofurkósí Kramhúsi sem er fullkomið til þess að prófa að stíga út fyrir þægindarammann og láta sitt einstaka ljós skína. En fyrst og fremst á þetta að vera skemmtilegt og létt partý með dansi, fjöðrum og smá búbblum líka. Viðburðurinn er partur af utandagskrá Hinsegin daga. Loving is what makes us different. Interview with Vice Versa about queer burlesque as artform and self-expression. „ÞÁ ER ÞETTA LÍKA BARA TÆKIFÆRI TIL ÞESS AÐ LEIKA SÉR OG FÍFLAST, SKEMMTA FÓLKI OG FÁ ÞAÐ TIL AÐ HLÆJA OG GLEÐJAST YFIR FÁRÁNLEIKA MANNSLÍKAMANS“ 70

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.