Úrval - 01.10.1944, Side 4
2
ÚRVAL
til þjóðarinnar um það, að taka
upp íslenzkan fána. Eg fékk þá
ánægju að stíla þá áskorun.
Enginn gat fyrirfram vitað,
hvort sú áskorun yrði annað en
orðin tóm, eins og svo margar
aðrar áskoranir fyrr og síðar,
og því fór fjarri, að allir væru
sammála um það að taka hana
til greina. En fyrir gott fylg'i
æskunnar og þar á meðal þess
manns, er stofnað hefir til þess-
arar samkomu í dag, þá fékk
þessi áskorun vaxandi byr, unz
vér höfðum eignast þann fána,
sem nú og um ókomnar aldir á
að vera tákn þjóðar vorrar
heima fyrir og um höf öll, svo
víða sem íslenzk fley fljóta. Ef
til vill sýnir ekkert betur en
saga þessa fána þá miklu breyt-
ingu, sem orðið hefir á hugsun-
arhætti vorum og aðstöðu í
heiminum á síðustu 20-30 árum,
og ekki get eg hugsað mér
neinn hlut, sem íslenzka þjóð-
in mundi nú vilja selja fána sinn
fyrir með því, sem honum
fylgir.
Hvers vegna er þá fáninn
slíkur kjörgripur? Hann er það
vegna þess, að hann er sýnilegt
tákn eða ímynd þjóðar vorrar.
Bak við fánann hillir undir
þjóðina sjálfa með sögu hennar,
eðli, markmið og vonir. Um
hann þyrpast endurminningarn-
ar um þjóðina — um það hvað
hún var og er og ætlar að verða.
Hvert drengskaparverk, sem
þjóðin hefir unnið, hver háleit
hugsjón, sem hún hefir alið,
lifir og ljómar í fánanum. Hann
táknar og geymir og ber frá
einni kynslóð til annarar það,
sem þjóðin getur lifað fyrir öld
eftir öld. Með fánanum fer orð-
stír þjóðarinnar um heiminn,
minnir á sjálfstæði hennar og
þann þátt, sem hún á í sögu og
framtíðarhorfum mannkynsins.
Ef vér gætum fylgt fána vor-
um hvar sem hann kemur meðal
erlendra þjóða og værum svo
skyggnir, að vér gætum lesið í
huga hvers manns, er fánann
lítur, þá mundum vér þar finna
hvers þjóð vor er metin þar sem
hann kemur. Því að hver, sem
sér fánann og kannast við hann,
minnist ósjálfrátt þjóðarinnar,
sem hann táknar. Hann minnist
þess, sem hann hefir um hana
heyrt eða af henni reynt, hvort
sem það er gott eða illt, og í
brjósti hans vaknar velvild eða
andúð, virðing eða lítilsvirðing,
eftir því sem ástæður eru tiL
Fáninn er þannig, hvar sem
hann kemur, ávísun á það, sem