Úrval - 01.10.1944, Page 4

Úrval - 01.10.1944, Page 4
2 ÚRVAL til þjóðarinnar um það, að taka upp íslenzkan fána. Eg fékk þá ánægju að stíla þá áskorun. Enginn gat fyrirfram vitað, hvort sú áskorun yrði annað en orðin tóm, eins og svo margar aðrar áskoranir fyrr og síðar, og því fór fjarri, að allir væru sammála um það að taka hana til greina. En fyrir gott fylg'i æskunnar og þar á meðal þess manns, er stofnað hefir til þess- arar samkomu í dag, þá fékk þessi áskorun vaxandi byr, unz vér höfðum eignast þann fána, sem nú og um ókomnar aldir á að vera tákn þjóðar vorrar heima fyrir og um höf öll, svo víða sem íslenzk fley fljóta. Ef til vill sýnir ekkert betur en saga þessa fána þá miklu breyt- ingu, sem orðið hefir á hugsun- arhætti vorum og aðstöðu í heiminum á síðustu 20-30 árum, og ekki get eg hugsað mér neinn hlut, sem íslenzka þjóð- in mundi nú vilja selja fána sinn fyrir með því, sem honum fylgir. Hvers vegna er þá fáninn slíkur kjörgripur? Hann er það vegna þess, að hann er sýnilegt tákn eða ímynd þjóðar vorrar. Bak við fánann hillir undir þjóðina sjálfa með sögu hennar, eðli, markmið og vonir. Um hann þyrpast endurminningarn- ar um þjóðina — um það hvað hún var og er og ætlar að verða. Hvert drengskaparverk, sem þjóðin hefir unnið, hver háleit hugsjón, sem hún hefir alið, lifir og ljómar í fánanum. Hann táknar og geymir og ber frá einni kynslóð til annarar það, sem þjóðin getur lifað fyrir öld eftir öld. Með fánanum fer orð- stír þjóðarinnar um heiminn, minnir á sjálfstæði hennar og þann þátt, sem hún á í sögu og framtíðarhorfum mannkynsins. Ef vér gætum fylgt fána vor- um hvar sem hann kemur meðal erlendra þjóða og værum svo skyggnir, að vér gætum lesið í huga hvers manns, er fánann lítur, þá mundum vér þar finna hvers þjóð vor er metin þar sem hann kemur. Því að hver, sem sér fánann og kannast við hann, minnist ósjálfrátt þjóðarinnar, sem hann táknar. Hann minnist þess, sem hann hefir um hana heyrt eða af henni reynt, hvort sem það er gott eða illt, og í brjósti hans vaknar velvild eða andúð, virðing eða lítilsvirðing, eftir því sem ástæður eru tiL Fáninn er þannig, hvar sem hann kemur, ávísun á það, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.