Úrval - 01.10.1944, Síða 8
6
tTRVAL
fram úr eftirspurn, og eftir-
spurn mun ekki verða um þörf
fram.
Ennfremur er það hinn mesti
misskilningur, að einkaflugvél-
ar muni koma í stað einka-
bifreiða. Það er óhugsandi.
Engar flugvélar — ekki einu
sinni þær minnstu — væru til
snattferða fyrir heimilið. Óskól-
aðir menn gætu heldur ekki
flogið þeim að næturlagi né lent
annarstaðar en á skýrt mörk-
uðum flugvöllum. Flugvélar,
sem eru viðráðanlegar til kaupa
fyrir almenning, hafa rúm fyrir
tvo eða þrjá farþega, svo að
engin leið er að skreppa í
skemmtiflug með fjölskyldu og
vini á sunnudögum. En með
einkaflugvél geta tveir eða þrír
af fjölskyldunni flogið á tveim
eða þrem stundum með nauð-
synlegasta f arangur heilar þing-
mannaleiðir, sem ekki yrðu
famar með öðrum farkosti á
skemmri tíma en mörgum
klukkustundum eða jafnvel dög-
um.
Eftir stríð getur maður
skroppið með konu sína á annað
landshorn til að hlýða á óperu
eina kvöldstund. Húsmóðir i
litlu byggðarlagi getur bmgðið
sér í „kaupstaðarferð“ þangað,
sem úr f jölbreyttari varningi er
að velja o. s. frv.
Enn um langan aldur verða
einkaflugvélar þó aðeins hafð-
ar jafnframt einkabifreið-
um — ekki í stað þeirra.
Og þær verða nothæfar aðeins
við góð veðurskilyrði. Þetta
reisir verulegar skorður við
markaði þeirra. Tiltölulega fáar
fjölskyldur hafa efni á að eiga
tvo bíla, hvað þá bíl og flug-
vél. Þá er það algengur mis-
skilningur, að hægt sé að lenda
litlum einkaflugvélum hvar sem
er. Venjulegur flugmaður þarf
sléttan teig 30 — 75 m. breiðan
og 450 — 750 m. langan með
skýrt mörkuðum homum, og
veðurvita til öryggis.
Til þess að eftirspurn eftir
einkaflugvélum geti orðið
almenn, verður að gera þúsimd-
ir af litlum lendingarvöllum í
borgum og bæjum, þorpum og
sveitum. En samanborið við
þjóðvegi kosta þeir reyndar
mjög lítið.
Á misskilningi hefur almenn-
ingur einnig byggt þá trú, að
í ófriðarlok gefist kostur á þús-
undum hernaðarflugvéla til al-
menningsnota. Þessu er ekki
þannig varið.
Mikinn fjölda þessara flug-