Úrval - 01.10.1945, Page 3
Mh.. 5
TlMARITSGREiNA I SAMbJOPPUÐU FORMI
4. ÁRGANGUR •:> REYKJAVÍK •:> SEPT.—OKT. 1945.
Styrjaldir kosta óhemju fé,
en hver er
Vísitala herkostnaðarins.
Grein úr „Transatlantie",
eftir Geoffrey Crowther.
1%/I'EÐ sigurdeginum í Evrópu
var bundinn endi á hið al-
gera stríð. I Austur-Asíu er
gjörsamlega ómögulegt að koma
við hernaðarvélinni miklu, sem
þurfti til að knésetja Hitler.
Ameríkumenn og Bretar geta
dregið nokkuð úr hernaðarátök-
um sínum, jafnvel án virkrar að-
stoðar frá Rússum. Þessvegna
er nú hægt að gera nokkurn
samanburð á herkostnaði
Bandaríkjamanna og Breta.
Með „kostnaði“ er átt við fjár-
hagslegan kostnað. Dánartalan
sýnir vafalaust, að þyngri þján-
ingarbyrði hefir verið lögð á
Breta en Bandaríkjamenn, að
tiltölu við fólksfjölda, en þarf-
laust er að sundurgreina eða
leggja áherzlu á skýrslu um
þetta efni. Ég ætla að rita um
stríðskoslnaðinn, sem þeir bera,
sem eftir lifa, efnahagslegan
kostnað við átök, sem gerð
hafa verið, og lífsþarfir, sem
fólk hefir minnkað við sig.
„Ég byrja á opinberurn áætl-
unum, sem stjórnir þessara
tveggja landa gerðu um þjóðar-
útgjöld vegna alls konar varn-
ings og starfa. Tökum sex ára
tímabil, frá 1. janúar 1939 til
31. desember 1944. Af þessu
verða auðvitað átta mánuðir
talinn friðartími, en þessir mán-
uðir voru að minnsta kosti í
Bretlandi tími ákafs vígbúnað-
ar, ekki ólíkur tíma gervistríðs-
ins, sem háð var veturinn eftir.
i