Úrval - 01.10.1945, Page 5
VlSITALA HERKOSTNAÐARINS
3
ólík. Næst verður því að skipta
niður á íbúana og sýna kostn-
aðinn á nef hvert. Um þetta
sex ára skeið hefir hver Banda-
ríkjamaður (karlar, konur og
börn) eytt til hernaðar sem
svara 319 pundum með sama
gildi og fyrir stríð, en sérhver
Breti (karlar, konur og börn)
341 pundi.
Útreikningurinn er ekki svo
nákvæmur, að menn þurfi að
gera veður út af mismuninum á
319 og 341. I raun réttri hefir
stríðskostnaðurinn á nef hvert
verið jafn í þessum tveimur
löndum. En þar sem Banda-
ríkin fóru svo miklu seinna í
stríðið, er augljóst, að útgjöld
þeirra hljóta að hafa verið
miklu meiri en Breta síðari
árin. Upphæð Bandaríkjanna
fór fram úr upphæð Breta 1942,
fyrsta árið, sem Bandaríkin
börðust algeru stríði, og 1944
voru útgjöld þeirra orðin helm-
ingi meiri.
Nauðsynlegt er að gera sér
grein fyrir þessari staðreynd.
Þegar stríðið stóð sem hæst,
var meðal framlag Bandaríkj-
manns til stríðsins nálega helm-
ingi meira en Bretans — það er
að segja heildarframlag Banda-
ríkjanna til hernaðarnauðsynja
var nálega helmingi meira.
Hefði stríðið verið rekið miklu
lengur með sama krafti mundi
allt framlag Bandaríkjamanns-
ins hafa orðið langt um meira
en Bretans. Auðvitað mun hver,
sem leiðir hugann að þessu,
strax sannfærast um hina
ógurlegu hergagnaframleiðslu
Bandaríkjanna.
íbúatala Bandaríkjanna er
hér um bil 2% hærri en Breta
og samt eru varla nokkur meiri
háttar vopn, sem Bandaríkja-
menn hafa ekki framleitt að
minnsta kosti 2% sinnum meira
af en Bretar. Flugvélafram-
leiðsla þeirra er nær fjórum
sinnum meiri — og flugvélarn-
ar auk þess stærri yfirleitt.
Kaupskipaframleiðsla þeirra er
umþaðbilellefu sinnum meiri en
Breta. Þeir tala um „kraftaverk
í framleiðslu,“ og aðrir halda,
að þetta séu aðeins venjulegar
ýkjur þeirra, en það er hárrétt.
En sýna þessar staðreyndir
og tölur þá, að herkostnaðurinn
hafi verið meiri að meðaltali
hjá Bandaríkjamönnum en
Bretum? Vissulega ekki. Eins
punds eyðsla getur þýtt miklu
meiri raunverulegan kostnað f yr-
ir fátækan mann en 100 pund
fyrir auðugan mann. Ein lítil-