Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 7
VÍSITALA HERKOSTNAÐARINS
5
(Amerísk biljón er þúsund milj-
ónir). Nálega ekkert af þessu
fór í stríðsundirbúning. 1944
var framleiðslan 159 biljónir
dollara, miðað við sama kaup-
mátt og fyrir stríð. Aukningin
nægði til allra hernaðarút-
gjalda. Bandaríkin höfðu byggt
ofaná eðlilegt hagkerfi sitt nýtt
hernaðarhagkerfi, án þess að
grípa inn í eða styðjast við eðli-
legar framkvæmdir. Saga hag-
fræðinnar sýnir ekkert þessu
líkt. Þetta gefur til kynna, að
almenningur í Bandaríkjunum
hefir náð mestu hernaðarfram-
leiðslu í heimi og bætt um leið
beztu Iífskjör í veröldinni.
Bretland, sem lá undir
sprengjuregni, hafnbanni og
myrkvun, gat ekki aukið fram-
leiðsluna jafnmikið. Þegar á
allt er litið, er það í raun réttri
merkilegt, að nokkur aukning
skyldi verða á framleiðslu
Breta, eins og stríðið kom nærri
bæjardyrum þeirra. Þegar hern-
aðarátökin eru borin saman,
þarf hvorug þjóðin að skamm-
ast sín. Bandaríkin hafa skap-
að meiri efnisleg verðmæti, en
Bretar hafa fórnað miklu meira
af þeim. Sigurinn var borgaður
hærra verði í Bandaríkjunum,
en kostnaðurinn hefir orðið
hlutfallslega meiri hjá Bretum.
o
o
Sjón er sögu ríkari.
Klerkur átti eitt sinn að messa í þorpi, sem hann hafði ekki
komið til áður. Þegar hann kom á brautarstöðina fann hann
í vasa sínum bréf, sem hann hafði gleymt að setja í póstkassa.
Hann kallaði þess vegna til stráks, sem stóð þar nærri, og sagði:
„Sonur, getur þú vísað mér til pósthússins."
Strákurinn gerði það.
Klerkur þakkaði honum, en spurði svo: „Veiztu hver ég er?“
„Nei,“ svaraði stráksi.
„Ég er sálnahirðir og ætla að messa hér í kvöld. Komdu þang-
að og þá skal ég vísa þér veginn til himnaríkis.“
„Þú,“ sagði hnokkinn, „sem ratar ekki einu sinni á póst-
húsið.“