Úrval - 01.10.1945, Page 8
Einbeitingargáfan, frumskilyrSi velgengninnar,
er þér meðfædd. En kanntu að not-
færa þér hana?
Einbeittu huganum
Grein úr „The Rotarian",
eftir William Mouiton Marston.
I^YRIR skömmu veittist mér
tækifæri til að horfa
á skurðlækni einn fram-
kvæma erfiðan heilauppskurð.
Ein klaufaleg handhreyfing
hefði haft dauða eða lömun
sjúklingsins í för með sér. En
það, sem fékk mér mestrar
undrunar, var þó ekki leikni og
kunnátta læknisins, heldur hin
furðulega ró hans. Ég vissi, að
hann hafði verið taugaóstyrkur
nokkrum augnablikum áður en
hann byrjaði á skurðinum. En
eftir að hann kom að skurðar-
borðinu, vann hann með vél-
rænu öryggi, sem gerði mig
alveg forviða.
Slík einbeiting sem þessi er
auðvitað ekkert sérkenni á þess-
um manni, heldur á hverjum af-
reksmanni, hver sem störf hans
og viðfangsefni kunna að vera.
Á hvaða stundu sem vera skal,
getur foringinn eða afburða-
maðurinn einbeitt allri verund
sinni að þeirri dáð sem hann
þarf að drýgja. Flest okkar
skortir hæfileika til einbeiting-
ar og við látum sífellt truflast
af taugaóstyrk, fjarhygli og
markskiptum áhuga.
Ösjaldan heyrum við getið
um eða lesum um afburða-
menn á sínu sviði, sem þar að
auki fást dálítið við að mála,
yrkja allgóð kvæði og vísur,
eru ágætir tennisleikarar, spila
vel bridge, flytja án undirbún-
ings prýðilegar tækifærisræður,
og eru, í stuttu máli sagt, hinir
öfundsverðustu af fjölhæfni
sinni. Við öfundum þá af fjöl-
hæfni þeirra vegna þess, að við
höldum að hún sé sérstakur
eiginleiki. Ef til vill er það að
sumu leyti rétt, en aðalorsökin
er þó sú, að þessir menn eða
konur hafa tamið athygli sína
öðrum betur. Þeir beina athygli
sinni allri og óskiptri að sér-
hverju viðfangsefni, í stað þess