Úrval - 01.10.1945, Page 15
HVER HEFIR Á RÉTTU AÐ STANDA 1 KÍNA?
13
svarað á þa lund, að stjórnir
Bandaríkjanna og Bretlands
æsktu þess að Rússar tækju
ekki þátt í styrjöldinni, því að
ella myndi reynast torveldara
að leysa „kínverska vandamál-
ið,“ og mun þar einkum átt við
afstöðuna til stjórnar kommún-
ista í norður Kína.
Orðrómur þessi var hvorki
staðfestur né heldur var honum
mótmælt. Sennilega er hann
ekki sannur. Væri hann það,
hefðu Bandaríkin fallið frá
þeirri megin stefnu sinni að
forðast manntjón, til þess að
sporna við kröfum Rússa. En
orðrómur sem þessi er vissulega
til þess fallinn að ala á úlfúð
og tortryggni milli ríkjanna.
Hugsanlegt er og vonandi, að
orðrómi þessum hafi verið kom-
ið á til þess að villa Japönum
sýn um líkindi þess að Rússar
tækju höndum saman við
bandamenn til þess að leiða fyrr
til lykta styrjöldina í austri.
Sovétríkin eru staðráðin í
því að láta málefni austur Asíu
til sín taka. Þar til fyrir
skömmu hefir okkur Ameríku-
mönnum verið helzti gjarnt að
spyrja: „Hvenær munu Rússar
falla frá hlutleysisstefnu sinni
og leggja eitthvað af mörkum
í baráttunni gegn Japönum?"
en sannleikurinn er sá, að Rúss-
ar hafa á margan hátt spornað
við yfirgangi Japana. Um
margra ára skeið hafa geisað
blóðugar landamæraskærur
milli Manchúríu og Mongólíu,
og Rússar þar stemmt stigu
við yfirgangi Japana. Þegar
Japanar réðust inn í Kína
sendu Rússar hernauðsynjar
til Chiang Kai-Shek, einnig eft-
ir að Þjóðverjar réðust að Rúss-
um úr vestri. Þar til eftir Pearl
Harbour árásina var framlag
Bandaríkjanna hins vegar fólg-
ið í hjartnæmum ræðum um
baráttu Kínverja og sölu á
brotajárni til Japana.
Samtímis því sem Rússar
áttu í styrjöld við þjóðverja,
bundu þeir 600.000 manna her
fyrir Japönum í Manchúríu.
Japanar hafa ekki farið dult
með þann ótta, að ráðist verði
inn í Manchúríu úr löndum
Rússa í austri.
Stórveldunum þremur mun
veitast örðugt að koma sér sam-
an um stjórn Kínaveldis að unn-
um sigri. í Kína eru nú tvær
stjórnir, sem eru f jandsamlegar
hvor annari. Báðar ráða þær
yfir sterkum herjum og eiga
öfluga bandamenn. Stjórn Chi-