Úrval - 01.10.1945, Síða 17
HVER HEFXR A RÉTTU AÐ STANDA I KlNA?
15
önnur hergögn en þau, sem
hann hefir tekið af Japönum.
Chiang beitir sér gegn því af
alefli að Sovét Kína njóti láns
og leigukjara hjá bandamönnum
og hann hve halda eftir 9 til 16
af beztu herfylkjum sínum til
þess að hindra að kommúnist-
urn berist hjálp.
Kommúnistarnir halda því
fram að Chiang sé ófúsari að
berjast gegn Japönum en sínum
eigin löndum og að Kuomintang
hafi nýskeð ráðist að herjum
þeirra. Alvarlegri er sú ákæra,
sem studd hefir verið af rúss-
neskurn blöðum, að níu tíundu
hlutar hins 800.000 manna kín-
verska hers, sem berst með
Japönurn, séu hermenn Kuomin-
tang og að þeim hafi verið
ætlað það hlutverk að sölsa
undir Chiang stjórnina þau
landsvæði, sem Japanar neydd-
ust til að hörfa úr.
Fréttaritari stórblaðsins Nev/
York Times, Brooks Atkinsson,
sem dvalið hefir í Kína um
margra mánaða skeið og fylgst
af gaumgæfni með gangi mála
þar, hefir komist að þeirri nið-
urstöðu að Chiang Kaj-Shek
liggi á liði sínu í baráttunni við
Japana til þess síðar að geta
snúið sér af alefli gegn kín-
versku kommúnistunum.
Hvaða afstöðu taka Banda-
ríkin til þessara mála? Þau
keppa að því að auka þátttöku
Kínverja í styrjöldinni, jafnt
Chiang manna sem kommúnist-
anna, og á þann hátt draga úr
eigin mannfalli. Þau kæra sig
hinsvegar ekki um að sín vopn
verði notuð í blóðugri borgara-
styrjöld í Kína, þegar Japan
hefir verið lagt að velli.
Af þessum sökum hafa banda-
rískir stjórnmálamenn gert sér
allt far um að koma sættum á
í Kína áður en það er um
seinan. Að sjálfsögðu hefir eink-
um verið reynt að vinna Chiang
til fylgis við þá stefnu, enda er
hann mestur ráðamaður Kína
og svarnasti óvinur kommún-
istanna. Kommúnistarnir virð-
ast hins vegar æskja samstarfs,
en að sjálfsögðu með því skil-
yrði að flokkur þeirra og her
verði ekki leystir upp.
Þeir hafa hafnað þeim til-
lögum Kuomintang flokksins að
herir þeirra verði háðir eftir-
liti Chiangs og telja að hann
hefði þá öll ráð þeirra í hendi
sér.
Chiang Kaj-Shek hefir látið
um mælt á þessa leið: