Úrval - 01.10.1945, Síða 18
16
TJRVAL
„Stjórnin hefir boðist til þess
að viðurkenna flokk kommún-
ista að því tilskildu að þeir
fallist á að her þeirra og stjórn-
arstarfsemi falli undir ríkið.“
Þessu tilboði svara kommún-
istar á þá lund, að lagaleg viður-
kenning sé einskis virði ef
flokkur þeirra yrði lagður nið-
ur. Kuomintang yrði eftir sem
áður einasti flokkurinn í
Chungking.
Bandaríkin hafa gert sér
mikið far um að finna Iausn á
þessu vandamáli og látið Stil-
well hershöfðingja leggja fram
tillögur sínar til úrlausnar. Ein
þessara tillagna hve hafa verið
á þá lund, að herir kommúnista
yrðu settir undir stjórn Stil-
wells og að þeir nytu láns og
leigu hjálpar á sama hátt og
Chiang sjálfur.
Þeir, sem til þekkja, halda
því fram að Chiang hafi reiðst
svo tillögu þessari, að hann hafi
krafist þess að Stilwell yrði
kallaður burt frá Kína.
Allar sáttatilraunir hafa far-
ið út um þúfur. Chiang reyndi
nýverið að þagga niður
óánægjuraddir vegna vanefnda
á Ioforðum um þjóðfélagsbætur
með því að skifta um menn í
stjórn sinni. Þar við sat og um-
bæturnar urðu engar. Hann.
hefir lofað þjóð sinni nýrri
stjórnarskrá og lýðræðislegum
kosningum, en andstæðingar
hans benda á í því sambandi, að
slík loforð hafi áður verið gefin
en að jafnan hafi verið svo um
hnútana búið að Kuomintang
væri tryggð öll völd.
Ákærum sem þessum svarar
Chiang á þá lund, að kommún-
istar leyfi ekki aðra flokka á
þeim landsvæðum, sem þeir
ráða.
Sterkasta vopn Chiangs er
hyllin sem hann nýtur hjá al-
menningi í Bandaríkjunum, en
þar er hann álitinn stoð og
stytta Kínaveldis. Hann hve
hafa þá skoðun að engin band-
arísk stjórn þori, vegna al-
menningsálitsins þar í landi, að
vera sér fráhverf. Þegar full-
revnt þótti að Chiang myndi
ekki falla frá óbilgirni sinni
gagnvart kommúnistum, ákváðu
bandarískir stjórnmálamenn að
lækka í honum rostann. Blaða-
mönnum þar í landi var þá í
fyrsta skifti leyft að segja
sannleikann um ástandið í Kína.
Blaðamennirnir sögðu frá
stjórn Chiangs, sem var ámóta
einræðisleg og stjórnir í Þýzka-
landi og ítalíu voru. Þeir sögðu