Úrval - 01.10.1945, Page 25
Margt er vitað, en fleira
íiufið móðu.
Vísindin svara spurningum.
HVAÐ ER LÍF ?
Svarað af Anthony Bamett.
Sp.: Hafa vísindin leyst úr
því, hvað líf sé?
Sv.: Við skulum byrja á því
að taka spurninguna frá annari
hlið og spyrja: hver er hinn
augljósi greinarmunur lífs og
lífvana náttúru? Fyrst og
fremst er það eðli alls, sem lifir,
að vaxa, byrja sem egg eða fræ
eða einhver tiltölulega óbrot-
inn frumskapnaður og þroskast
upp í formbundið líkamssköpu-
lag. í öðru lagi fæðir það af
sér nýjan einstakling með sama
sköpulagi, — eykur kyn sitt. í
þriðja lagi viðhalda allar líf-
veru líkamsbyggingu sinni
óraskaðri, oft þrátt fyrir erfið-
að aðstæður. Alkunnugt dæmi
er ánamaðkurinn. Þótt hann sé
slitinn í tvennt, lifa báðir part-
arnir áfram sem sjálfstæðir
einstaklingar, og hvor um sig
endurskapar það, sem hann
vantar.
Sp.: Hvernig er háttað efna-
búskap lífveranna?
Sv.: Enn er langt í land að
hægt sé að svara þessari spurn-
ingu til hlítar, en að nokkru
leyti er henni auðsvarað.
Allar lífverur nærast með
einhverjum hætti, taka til sín
efni, sem þær samlaga sínum
eigin líkama, t. d. breytum við
ýmiskonar vef jum jurta og dýra
í efni, sem við eru sjálf gerð úr,
mest þó á meðan við eru að
vaxa. Jurtirnar nota mjög ein-
föld hráefni sér til lífsviðhalds,
svo sem sölt, sem þær taka til
sín úr jarðveginum. Ennfremur
nota lífverurnar þau efni, sem
þær taka til sín, sumpart til
orkuframleiðslu, því að margar
lífverur geta hreyft sig af
sjálfsdáðum, og sú orka, sem
hreyfingin krefst, fæst úr nær-
ingunni.
Efni, sem lífverurnar eru
gerðar úr, hafa sérstöðu í nátt-
úrinni. I öllum lífverum eru
eggjahvítuefni, en þau er hvergi
annarstaðar að finna í náttúr-