Úrval - 01.10.1945, Síða 27
VÍSINDIN SVARA SPURNINGUM
25
ura við ímyndað okkur að líf
hafi fyrst vaknað. En við vitum
ekki með hvaða hætti þetta
hefir mátt verða. Ein leiðin til
að gera sér í hugarlund, hvernig
líf hefir fyrst skapazt, er að
komast að raun um, hvernig
eggjahvítuefni geta myndast;
en að svo komnu er okkur ekki
einusinni kunnugt um það.
Sp.: Þér hafið enn ekki sagt
okkur, hvað líf sé.
Sv.: Það er vegna þess, að
það er ekkert beint svar til við
þeirri spurningu. Fólk talar
stundum um „leyndardóm lífs-
ins,“ en hér er ekki um einn ein-
stakan leyndardóm að ræða,
heldur fjölda sanninda, sem
þarf að leiða í ljós, en mörg
þeirra eru enn með öllu ókunn.
Þekkingar á lífinu er aflað
smám saman með striti og viti
hundruð manna og kvenna.
HVAÐ GERIST, ÞEGAR VIÐ HUGSUM?
Svarað af dr. Pool.
Sp.: Hvaða eðlis- og efna-
breytingar eiga sér stað þegar
maður hugsar? Hvað kemur
þessum breytingum af stað?
Sv.: Ég er hræddur um að
það kunni að líða á löngu áður
en nokkur getur gefið fullnægj-
andi svar við þessari spurningu.
Hinsvegar vitum við nú margt
þessu viðkomandi.
Sp.: Er nokkuð, sem bendir
til þess, að eðlis- eða efnabreyt-
ingar séu samfara hugsunar-
starfseminni ?
Sv.: Já. Séu tvö rafskaut sett
við höfuð manns, sem situr
makindalega í stól og hugsar
ekki um neitt sérstakt, má sýna
með mælitækjum að reglubund-
in röð af rafbylgjum kemur frá
höfði hans. Tíðni þeirra er um
tíu á sekúndu. Þótt ekki sé
verulegum örðugleikum bundið
að sjá þessar raföldur, eru þau
vandkvæði á, að þær eru mjög
veikar, um það bil ein tíu milj-
ónasti úr volti. Rafskautin eru
því tengd við öflugan magnara,
áþekkum þeim, sem notaðir
eru í venjulegum útvarpstækj-
um. Magnarinn er síðan tengd-
ur við bakskautsgeislahylki.