Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 30
Winston Churchil:
Grein úr „The American Mercury“,
eftir Henry Steele Commager,
sagnfræSiprófessor við Columbia-háskóla.
Fiel pero desdichado, — trúr,
en ógæfusamur —, var kjörorð
það, sem Sir Winston Churchill,
faðir hertogans mikla, valdi
Churchill-ættinni fyrir næstum
þremur öldum, — og fram að
árás Hitlers á Pólland voru all-
ir gagnrýnendur Churchills
sammála um, að ættarkjörorðið
ætti einkar vel við hann. Að
vísu hefði hann skipað fleiri
tignarstöður en nokkur annar
brezkur stjórnmálamaður af
hans kynslóð, — en hann hafði
aldrei verið forsætisráðherra,
og nú væri engin von um, að
hann yrði það nokkurntíma.
Hann hefði misst af skipinu, og
ekki í fyrsta skipti.
Þegar árið 1917 ritaði blaða-
maður nokkur bók, sem nefnd-
ist „Sorgarsaga Winstons
Churchills," — og næstu tvo
áratugi var vitnað í ævi hans í
raunalegum dæmisögum. Sagt
var, að hann væri fljótfærinn,
og að ómögulegt væri að vita
upp á hverju hann kynni að
taka, skaphöfn hans væri
traustari en dómgreindin,
hann væri ævintýramaður,
lukkuriddari, óróabelgur, og
hann væri of líkur honum föður
sínum sálaða, hinum óheppna
Randolp Churchill lávarði.
Það var sagt, að hann gæti
ekki fallið í hinar föstu skorður
enskra stjórnmála, hann
gæti aldrei haldið sér í skefj-
um, hann gæti ekki samlag-
að sig straumbreytingum al-
menningsálitsins. Hann var
sagður hafa getað troðið sér
inn í hvert ráðuneyti á fætur
öðru af því að þörf hefði verið
fyrir hina óneitanlegu hæfileika
hans, en nú væri ekkert gagn
að honum lengur, hver gæti
efast um, að hann væri ógæfu-
samur ?
En jafnvel á niðurlægingar-
árum Churchills efaðist enginn