Úrval - 01.10.1945, Side 32
30
ÚRVAL
sneru sér til. Á mestu hættu-
stund sinni gat Bretland ekki
komizt af án hans.
Hann hafði alltaf verið gef-
inn fyrir hættur. I hálfa öld
hafði ævi hans verið stöðug bar-
átta upp á líf og dauða. Hann
var fæddur bardagamaður,
elskaði hættur og athafnir.
Hörkulegi bolabítssvipurinn á
andliti hans veitti mönnum auk-
inn kjark, og hin hljómsterka
rödd hans var sem orustukall.
Allt líf hans hafði verið orusta,
á vígvöllum eða á stjórnmála-
vettvangi. Þess var nú
minnzt, hvernig hann hafði bar-
izt í frumskógum Kúbu, á fjöll-
um Indlands, á bökkum Nílar,
á sléttum Suður-Afríku, á víg-
stöðvunum í Belgíu og Frakk-
landi. Menn minntust þess,
að hann hafði barizt af jafn-
mikilli ástríðu og jafnmiklu
fjöri í fjölda kosninga, á þing-
fundum og á ríkisstjórnarfund-
um. Menn vissu að hann
hafði verið flotamálaráðherra
fyrir einum aldarfjórðungi, og
þegar stríðið skall á, var flot-
inn reiðubúinn. Þeir vissu,
að á mestu hættustund þess
stríðs hafði hann tekið að sér
að auka afköst hergagnaiðnað-
arins, og vopnabirgðirnar tóku
að streyma til vígstöðvanna.
Þeir vissu, að hann hafði verið
hvatamaður þess, að farið var
að nota skriðdreka og hafði
barizt fyrir notkun flugvéla, og
þeir hugsuðu nú sem svo, hvort
ekki gæti verið, að dómiu-
þeirra um Gallipoli-herferðina
hefði verið rangur. Þeir
vissu, að hann hafði aldrei
brugðist þeim, og að haxm
myndi ekki bregðast þeim
núna.
Bretland vissi þetta, en
Ameríka hafði mjög óljósar
hugmyndir um það. Flestum
Ameríkumönnum var Churchill
lítið annað en nafnið tómt. Þetta
nafn var að vísu oft í fréttmn,
en það eru nú svo mörg nöfn í
fréttunum. Rosknir menn
minntust þess og þó ógreini-
lega, að þessi Churchill hafði
borið ábyrgðina á Galli-
poli óförunum og hafði verið
vikið úr embætti. Hefðu þeir
fylgzt með brezkum stjórnmál-
um á árunum milli heimsstyrj-
aldanna, vissu þeir, að Churc-
hill hafði verið herskár and-
stæðingur bolsevismans, hafði
haft flokkaskipti, hafði hjálp-
að til við að brjóta alls-
herjarverkfallið á bak aftur,