Úrval - 01.10.1945, Síða 33
WINSTON CHURCHILL
31
hafði háð baráttu gegn af-
vopnum, hafði alltaf verið að
vara við hættum framtíðarinn-
ar.
Vissulega mun fáum hafa
verið ljóst, að Churchill var
reyndastur allra brezkra stjórn-
málamanna og snjallastur
allra styrjaldaleiðtoga. Fáir
vissu, hvað hann var búinn að
hafa lengi afskipti of opinber-
um málum, hvað reynsla
hans var fjölbreytt, hvað
hann var dásamlega vel til þess
fallinn vegna þessarar reynslu
að bjóða birginn og vinna sigur
á þeim hættum, sem nú ógnuðu
hinni fornfrægu ey hans,
hvað hann var fróður um land,
sjó og lofthernað, hvað hann
var kunnugur stjórnmálum
Evrópu og alls heimsins. Fáum
var kunnugt um eða mátu að
verðleikum þá víðsýni, djúp-
skygni, hugrekki, mælsku og
stórhug, sem hin harða raun
stríðsins átti eftir að leiða í
ljós. Samt var ekkert leynd-
ardómsfullt við þetta. Ferill
hans var nógu greinilegur.
II.
Öll ævi Churchills var undir-
búningur undir hið mikla hlut-
verk, sem fyrir honum lá að
leika á mestu örlagastund
heimsins. Faðir hans, Randolph
Churchill lávarður, var mikill
hefðarmaður, en hann var um
leið mælskur formælandi íhalds-
sams lýðræðis. Þegar Winston
var ungur, áminnti faðir hans
hann einatt um að„treystafólk-
inu.“ Randolph lávarður var
glæsimenni, en nokkuð sérlund-
aður,líf hans virtistfulltaffögr-
um fyrirheitum, en færði hon-
um lítið annað en vonbrigði.
Hann var orðinn fjármálaráð-
herra áður en hann varð fer-
tugur, en sagði af sér vegna
smávægilegrar móðgunar, og
var aldrei beðinn að koma aft-
ur. Fáum árum seinna dó hann
án þess að fyrirheitin, sem af-
burða hæfileikar hans gáfu,
hefðu rætst. Winston Churchill
gleymdi aldrei föður sínum,
sannri aðalsmennsku hans, trú
hans á alþýðu Bretlands, ást
hans á heimsveldinu.
Churchill hefir alltaf legið
afar mikið á. Er það óbrezkur
eiginleiki, en Churcill er heldur
ekki nema hálfbrezkur. Móðir
hans var amerísk, hin fræga,
glæsilega, skapmikla Jennie
Jerome. Þegar Churchill ávarp-
aði þing Bandaríkjanna í desem-
ber 1941, sagði hann m. a.: