Úrval - 01.10.1945, Page 38
36
■Qrval
einkaframtakið, langar þá til að
merkja hann sem afturhalds-
segg og hrista höfuðið yfir
þessum manni, sem getur ekki
skilið byltingu okkar tíma.
Hann hefði ekki átt að þurfa
að minna okkur á það fyrir
tveimur árum, að árið 1907 fól
hann William Beveridge að
semja áætlun um alþýðutrygg-
ingar. Þegar hann var við-
skiptamálaráðherra, fékk hann
samþykkt lögin um vinnutíma
námamanna, smábýla-lögin,
ellilauna-lögin, skólalögin,
stofnaði vinnumiðlunarstöðvar,
stofnaði sáttadómstóla fyrir
vinnudeilur, barðist á móti
verndartollum. ,,Við vilj-
um ríkisstjórn,“ sagði hann,
sem hugsar dálítið meira um
erfiðismennina í djúpum kola-
námanna og heldur minna um
verðsveiflur verðbréfamarkað-
arins í London. Við viljum
ríkisstjórn, sem finnst fátækra-
hverfi enskra borga ekki
óverðugra umhugsunarefni
stjórnmálamönnum og þingi en
frumskógar Somalilands.“ Og
árið 1909 mælti hann með,að
samþykkt væru ákvæði um
„lágmark lífskjara og vinnu“ og
varaði kjósendur sína við, að
hræðast að ræða neinar af
þessum tillögum aðeins af því
að einhver velluspói færi að
segja þeim, að þær væru
sósialistiskar.. .“
Og þetta var allt annað en
æskuórar eða áhrif frá hinum
glæsilega Lloyd Georg. Banda-
ríkjamenn vita, að Franklin
Roosevelt lét engar umbóta-
áætlanir sínar víkja fyrir erfið-
leikum styrjaldarinnar, en þeir
eru ekki hissa á, að hann lét
hjá líða að bæta nýjum við.
Samt hefir Churchill-stjómin,
sem barðist við miklu meiri
örðugleika, látið lögfesta víð-
tækustu félagslegu og efnahags-
legu áætlanir, sem þekkzt hafa
í sögu Englands. Þetta ber auð-
vitað að þakka Beveridge, og
Butler og Anderson og öðrum
ráðherrum, en þegar alls er
gáð, þá er þetta þó stjóm
Churchills. Hann ber ábyrgð á
stefnuskrá hennar og á mestar
þakkir skildar fyrir afrek henn-
ar.
Augljóst er, að alla ævi sína
hefir Churchill fylgt því ráði
föður síns að „treysta fólkinu."
Það var þessi trú á alþýðu Bret-
lands, sem veitti honum þrótt og
hug 1940, á hinni voðalegustu
hættustundu. Og þessi trú rétt-
lættist og bar ríkulegan ávöxt.