Úrval - 01.10.1945, Síða 43
WINSTON CHURCHILL
41
ur aðdáunarverðri speki og
stjórnsemi hafði hann rekið
smiðshöggið á þá glæsilegu at-
burðarás, sem losaði England úr
undiriægjuafstöðu sinni til
Frakklands á dögum Karls II. og
veitti því 10 ára forystu í Ev-
rópu. Enda þótt þessu stolta
hlutverki væri um hríð varpað
til hliðar vegna sérdrægni og
sundurlyndis, hafði einingu og
valdi Bretlands og kröfu þess
til heimsveldis verið skapaður
sá grundvöllur, sem staðið hef-
ir óhaggaður fram á þennan
dag. Hann hafði reynzt vera
sá góði Englendingur, sem hann
keppti að að vera, og sagan
gæti kveðið upp þann dóm, að
hefði hann haft meira vald,
hefði land hans verið voldugra
og gæfusamara, og Evrópa
fagnað öruggari framförum."
VI.
En auðvitað verður Chur-
chills minnzt sem stríðsleiðtoga,
hins mesta stríðsleiðtoga
síðan Pitt yngri var uppi, á
meðan enska þjóðin man sögu
sína, á meðan menn meta ein-
hvers kjark, dirfsku og hug-
rekki.
Sú saga er okkur í ljósu
minni. Ef til vill erum við of
nærri henni til að geta metið
hana til fulls, of nærri henni
til að greina aðalatriðin frá
aukaatriðunum, hið hverfula
frá hinu sígilda. Samt er sumt
alveg ótvírætt.
Hann var hinn fyrsti af
mikils háttar stjórnmálamönn-
um Bretlands, sem sá hvað naz-
isminn var mikil bölvun, kallaði
brezku þjóðina til vopna gegn
honum, mótrnælti málamiðlun
og undanlátssemi. Þegar svo
nazisminn kveikti ófriðarbálið,
þá snéri Bretland sér til hans,
og hann varð viðnámstáknið.
Kjarkur hans hvatti aðra til
mótspyrnu, hugrekki hans til
þrautseigju, trú hans vakti von.
En hann gerði meira en að
uppörfa aðra. Hann hraðaði
endurvígbúnaðinum, lét nýta
allar auðsuppsprettur, skipu-
lagði nauðsynlega opinbera þ jón-
ustu. Hinar miklu hernaðar-
ákvarðanir hans voru ævinlega
hárréttar. Hann ákvað að láta
berjast, hvað sem það kostaði,
til að verja Norður-Afríku
og leiðina til Indlands. Hann
ákvað að treysta mikið á flug-
herinn. Hann ákvað að láta
baráttuna um Atlantshafið
ganga fyrir öllu.
Frá upphafi beið hann með
e