Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 45
WINSTON CHURCHILL
43
knúði á hlið sjálfs Súez-skurð-
ar, sótti sigrihrósandi fram að
bökkum Volgu, hjó á lífæðar
Bretlands og heimsveldisins,
gerði ógnarárásir á borgir
Bretlands, hótaði svelti, innrás
og eyðingu. Hann stóð líka
óbifanlegur þegar ógnirnar
dundu yfir í öðrum hlutum
heimsins, japanskar sprengjur
sökktu stoltustu skipum brezka
flotans, þegar Singapore og
Hongkong féllu í hendur óvin-
imum, þegar þeir óðu yfir
Burma, og innrás í Indland
vofði yfir og innrásarskugg-
inn nálgaðist strendur Ástralíu.
Alla þessa mánuði hikaði hann
aldrei, örvænti aldrei, blekkti
aldrei þjóð sína með fölskum
loforðum, duldi hana aldrei
þess hvað ástandið var geig-
vænlegt. Á hverju sem gekk
gleymdi hann aldrei þessrnn
fornu uppörfunarorðum Eng-
lendinga: Þótt allur heimurinn
snúi gegn okkur vopnum sínum
skulum við slá fjandmennina
niður. Ekkert skal gera okkur
kvíðna, ef England er sjálfu sér
trútt.
Hann sá vaxandi stuðning
Bandaríkjanna, og fullvissaði
landa sína um að það væri
„bjart í vesturvegi.“ Hann sá
minnkandi gengi nazista í
Rússlandi og í Norður-Afríku,
og sá minnkandi gengi fjand-
mannanna á Kyrrahafi. Hann,
sem hafði spáð því, að mörg
forn og fræg ríki mundu lúta
í lægra haldi fyrir ofurefli
nazista, fagnaði frelsun hvers
þeirra á fætur öðru. Hann sá
ósigur hinna grimmu kafbáta,
sá sveltihættuna hverfa, og
sá vaxandi straum matvæla,
vopna og manna frá hinum nýja
heimi. Hann sá þýzka flug-
herinn steypa sér árangurs-
laust á hina vængjuðu verjend-
ur eyvirkisins, og tilkynnti
seinna gereyðingu hans og
tífalt, hundraðfalt, endurgjald
sprengjuárásanna á borgir og
þorp Englands.
Og nú, þegar fjandmennirnir
hafa verið gersigraðir, nú
þegar hinn góði málstaður hefir
unnið þann lokasigur, sem hann
örvænti aldrei um, hrósar hann
sjálfur meira sigri en nokkur
annar Englendingur í hundrað
ár. Við getum verið viss um, að
hann mun á ókomnum erfið-
leikaárum koma fram með
þeirri tign, viljafestu og göfug-
mennsku, sem hafa einkennt
hann frá upphafi og munu vera
förunautar hans tii æviloka.
6*