Úrval - 01.10.1945, Síða 46
Vonbrigði.
Saga úr „Strand Magazine",
eftir Bobin Maugham.
"|^G hafði borðað miðdegis-
verð á hótelinu með nokkr-
um vinum mínum, og það var
orðið áliðið þegar ég bjóst til
að halda heimleiðis. Ég vék mér
að dyraverðinum á leiðinni út.
„Væri hugsanlegt, að þér
gætuð náð í bíl fyrir mig?“
„Ekki um þetta leyti kvölds,
herra minn. Bezta ráðið er að
reyna hérna fyrir utan. Það
bíður annar maður þar í sömu
erindum.“
„Þakka fyrir. Góða nótt.“
Ég tróð mér gegnum þung-
lamalegar hverfidyrnar út í
rökkur Lundúnaborgar, sem enn
var myrkvuð. Það var hellirign-
ing, svo að ég ákvað að leita
skjóls undir sóltjaldi hótelsins.
Ég fékk mér vindling.
Við bjarmann frá kveikjaran-
um sá ég mann, sem stóð rétt
hjá mér. Hann kveikti á vasa-
ljósi og lýsti beint framan í mig.
Svo slökti hann á vasaljósinu.
„Eru þér ekki Ronald
Craig?“ spurði hann og var loð-
mæltur.
„Jú.“
„Einn af borðfélögum mín-
um sagði mér, hver þér væruð.
Ég heiti Robertson. Ég þekkti
systur yðar allvel hérna á ár-
unum. Hvert eruð þér að fara?“
„Til Battersea.“
„Gott. Ég bý í Cheyne Row.
Við getum verið saman um bíl.“
„Ef við náum þá í bíl,“ sagði
ég-
„Það verða engin vandræði
með það, kunningi. Engin
vandræði með það.“ Hann talaði
hægt, og það kom fyrir, að hann
hnaut um orð. „Ég sendi einn
af hóteldrengjunum í leiðangur
um göturnar.“ Ég gat ekki séð
hið fyrirmannlega látbragð, sem
fylgdi þessum orðum, en ég
skynjaði það.
„Mér skildist á dyraverðin-
um . . .“
„Já, já. En ég er kunnugur
hér, og þeir vita, að það borgar